Samkvæmt fréttum frá Spáni hefur Gareth Bale fengið nóg af fótbolta og skoðar það alvarlega að leggja skóna á hilluna eftir eitt ár.
Þá verður samningur Bale við Real Madrid á enda og hefur hann ekki mikinn áhuga á því að halda áfram í fótbolta.
Bale er á láni hjá Tottenham á þessu tímabili, samkvæmt AS er eina ástæðan fyrir því að Bale vildi spila eitthvað fyrir Evrópumótið í sumar.
Bale er sagður ætla að fara aftur til Real Madrid í sumar þar sem hann þénar 650 þúsund pund á viku. Samningurinn er svo á enda eftir ár og þá ætlar hann að skoða það að hætta.
Bale er sagður hafa ráðið för hjá Tottenham þegar kemur að æfingum og leikjum, hann æfir bara þrisvar í viku og treystir sér ekki til að byrja tvo leiki á viku.
Ryan Mason nú stjóri Tottenham sagði í vikunni að Bale hefði ekki treyst sér til að byrja gegn Aston Villa, hann vill stýra álaginu og vera í sínu besta formi á Evrópumótinu með Wales í sumar.
Bale verður 32 ára næsta sumar þegar samningur hans við Real Madrid er á enda.