fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Fréttir

Leynisamskipti afhjúpa „skæruliðadeild“ Samherja – Þetta eru lykilmennirnir – „Ég vil stinga, snúa og strá salti í sárið“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 21. maí 2021 10:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Útgerðarfyrirtækið Samherji hefur með markvissum hætti stýrt greinaskrifum um fyrirtækið og árásum á fréttamanninn Helga Seljan og RÚV. Jafnvel greinar sem skrifaðar hafa verið af skipstjóra nokkrum eru í raun samstarfsverkefni þriggja lykilstarfsmanna í svokallaðri „skæruliðadeild“ Samherja. Þetta kemur fram í afhjúpun Stundarinnar í dag.

Lykilmennirnir 

Í inntaki umfjöllunar Stundarinnar segir:

„Þrír einstaklingar gegn lykilhlutverk í þeirri áróðursvél sem stjórnendur útgerðarinnar Samherja ræstu eftir uppljóstranir um mútugreiðslur til namibískra stjórnmálamanna. Þetta eru Þorbjörn Þórðarson almannatengill, Arna Bryndís McClure Baldvinsdóttir lögmaður og Páll Steingrímsson skipstjóri. Sá síðastnefndi hefur látið birta í sínu nafni fjölda greina sem Þorbjörn og Arna hafa ýmist skrifað eða ritstýrt. Öll eru þau í beinu sambandi við Þorstein Má Baldvinsson, forstjóra Samherja, Björgólf Jóhannsson, sem tímabundið var forstjóri útgerðarinnar, og Jón Óttar Ólafsson, rannsakanda fyrirtækisins“

Páll Steingrímsson er skipstjóri sem hefur um árabil starfað hjá Samherja eða tengdum aðilum. Eftir hann hefur fjöldi greina verið birtur þar sem hann grípur til varna fyrir vinnuveitanda sinn eftir Samherja- og Seðlabankamálið. Þá einkum með árásum á Helga Seljan og RÚV. Samkvæmt samskiptum Páls við aðra lykilmenn Samherja sem Stundin greinir frá sést að Páll stóð ekki einn á bak við greinarnar og í mörgum tilvikum skrifaði hann varla staf í þeim.

Þorbjörn Þórðarson, almannatengill, var ráðinn sem utanaðkomandi ráðgjafi eftir að Samherjaskjölin voru birt. Ekki er víst hvort hann hafi hafið störf áður en Samherjamálið kom upp. Hann hefur verið í miklum samskiptum við Pál og annað hvort samið eða ritstýrt þeim greinum sem Páll hefur birt.

„Hvernig fannst þér síðasti kaflinn um skrif á samfélagsmiðlum almennt? Kannski full dramatískur? Svo erum við þarna aðeins að velta fyrir okkur andlegri líðan Seljan. Það verður áhugavert að sjá viðbrögðin við því,“ skrifar Þorbjörn um eina greinina.

Hann hefur einnig komið að gerð þeirra myndbanda sem Samherji hefur birt undanfarið þar sem spjótum er beint að RÚV og Helga Seljan og hafði meðal annars milligöngu um að kaupa myndefni frá RÚV. Hann sé einnig um að kemba samfélagsmiðla starfsmanna RÚV til að undirbúa kæru Samherja til siðanefndar RÚV.

Arna Bryndís McClure Baldvinsdóttir er einn lykilstarfsmaður Samherja og bregður henni ítrekað fyrir í Samherjaskjölunum. Hún hefur stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á Samherjamálinu. Hún hefur líka verið í miklum samskiptum við Pál og lagt á ráðinn með honum hvernig best væri að koma höggi á þá sem höfðu fjallað um Samherja með neikvæðum hætti.

Þremenningarnir kalla sig skæruliðadeildina, nafn sem vísar til þess hvernig þau starfa saman. Svo er það „skuggadeildin“ sem eru aðrir samfélagsmiðlanotendur sem líka hafa talað máli Samherja, þeir fá víst reglulega upplýsingar frá Páli til að nýta og eru þær upplýsingar gjarnan komnar frá Örnu eða Þorbirni.

Af ofangreindu veit forstjóri útgerðarinnar, Þorsteinn Már Baldvinsson, og er ítrekað í þeim gögnum sem Stundin hefur undir höndum, vísað til Þorsteins og skýrt kemur fram að hátterni skæruliðadeildarinnar sé með samþykki og vilja hans.

Stundin birti brot úr samtali Páls við Örnu sem átti sér stað í kjölfar samtals við Þorstein um Jóhannes uppljóstrara.

„Er búin að vera stöðnun og alltof mikið fum og fátt í þessu hjá okkur en vonandi brýnir ÞMB [Þorsteinn Már] hnífana og fer í að slátra Jóhannesi,“ skrifar Páll.  Þá segir Arna: „Amen„.

„Þú ert svo blóðþyrst,“ segir Páll þá og fær frá Örnu: „Hehe já ég veit. Ég vil stinga, snúa og strá salti í sárið“

Þetta virðist algengt þema í samræðum skæruliðadeildarinnar, að tala um stungur og salt í sárinn. Ítrekað er talað um að forstjórinn, Þorsteinn Már, þurfi að leggja blessun sína á hitt og þetta svo greinilegt er að skæruliðadeildin hefur unnið í sátt og samlyndi við forstjórann.

Umfjöllun Stundarinnar byggir á gögnum sem fengust send frá þriðja aðila. Kjarninn hefur sömu gögn undir höndum. Í frétt Kjarnans er tekið fram að samkvæmt lögmanni Samherja, Arnari Þór Stefánssyni hafi gögnin fengið með innbroti í síma og tölvu skipstjórans Páls Steingrímssonar og hafi það verið kært til lögreglu. Samherji ætli ekki að tjá sig um gögn sem hafi verið aflað með refsiverðum hætti.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar segir af sér vegna banatilræðisins gegn Trump – „Fullkomin vanhæfni“

Yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar segir af sér vegna banatilræðisins gegn Trump – „Fullkomin vanhæfni“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Steinari ofbýður framkoma við erlenda ferðamenn – Var seldur pilsner við Seljalandsfoss þegar þau báðu um bjór

Steinari ofbýður framkoma við erlenda ferðamenn – Var seldur pilsner við Seljalandsfoss þegar þau báðu um bjór
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kvennaathvarfið nýtir gervigreind í nýrri vitundarvakningarherferð

Kvennaathvarfið nýtir gervigreind í nýrri vitundarvakningarherferð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Holskefla ofbeldisbrota gagnvart börnum gæti skýrst af kórónuveirufaraldrinum

Holskefla ofbeldisbrota gagnvart börnum gæti skýrst af kórónuveirufaraldrinum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stingskatan Karlotta varð ólétt án maka – Meyfæðingin raungerðist þó ekki

Stingskatan Karlotta varð ólétt án maka – Meyfæðingin raungerðist þó ekki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sögðu móður sína ekki muna kennitöluna sína þegar hún gerði erfðaskrána sem tvístraði systkinahópnum

Sögðu móður sína ekki muna kennitöluna sína þegar hún gerði erfðaskrána sem tvístraði systkinahópnum