fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Pressan

Vaxandi flóttamannastraumur til Evrópu

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 22. maí 2021 08:00

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar heimsfaraldurinn skall á fyrir rúmu ári snarfækkaði flóttafólki og förufólki sem kom til aðildarríkja ESB. Á síðasta ári voru hælisleitendur 33% færri en árið á undan. Fjöldi þeirra sem fór ólöglega yfir ytri landamæri sambandsins var sá lægsti í sex ár. En nú sýna tölur frá Frontex, landamærastofnun ESB, að nú sé vaxandi straumur hælisleitenda og förufólks til Evrópu.

Á fyrsta ársþriðjungi fóru 36.100 manna ólöglega yfir ytri landamæri ESB en það eru þriðjungi fleiri en á síðasta ári. Mesta aukningin var á leiðum sem liggja um vesturhluta Balkanskaga og yfir mitt Miðjarðarhafið.

Tölur frá flóttamannastofnun SÞ, UNHCR, eru á sömu lund.

Þessarar aukningar hefur meðal annars orðið vart á Ítalíu en margir hafa komið sjóleiðis til eyjunnar Lampedusa. Fyrr í mánuðinum komu 1.400 manns þangað í 15 bátum. Fyrstu vikuna í maí komu 11.000 hælisleitendur og förufólk til Ítalíu en voru 4.000 fyrir ári.

Spánverjar finna einnig fyrir þessari aukningu, sérstaklega í Ceuta sem er spænskt yfirráðasvæði á norðurströnd Marokkó. Um 85.000 manns búa í bænum sem hefur ákveðna sjálfsstjórn en er eins og Melilla, sem einnig er á norðurströnd Marokkó, hluti af Spáni og þar með hluti af ESB. Á mánudaginn náðu nokkur þúsund manns að komast til Ceuta með því að synda þangað og notast við báta. Talið er að 6.000 til 8.000 manns hafi komist til Ceuta á mánudag og þriðjudag með þessum hætti. Von þeirra er að þetta opni þeim aðgang að meginlandi Evrópu. Spænska ríkisstjórnin hefur nú þegar sent 4.000 aftur til Marokkó. 200 hermenn og 200 lögreglumenn hafa verið sendir til að aðstoða 1.100 manna lið landamæravarða í Ceuta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið