Með Black Lives Matter hreyfingunni hefur tekist að beina sjónum fólks að vanda tengdum kynþáttamisrétti. En eins og eftirfarandi saga ber með sér fer því víðs fjarri að málin séu úr sögunni.
Nýlega sendi Carlette Duffy, sem er svört, kvörtun til Fair Housing Centre of Central Indiana vegna mismununar sem hún telur sig hafa verið beitta.
Hún hugðist selja húsið sitt og fékk fasteignasala til að verðmeta húsið en var ekki sátt við verðmatið. Hún ákvað því að gera tilraun og er óhætt að segja að niðurstöður hennar séu sláandi.
Duffy fjarlægði allt, sem tengist kynþætti hennar, úr húsinu og fékk hvítan vin sinn til að þykjast vera húseigandinn þegar nýtt verðmat fór fram. Þetta varð til þess að húsið var metið mun dýrara en munurinn á milli þessara tveggja verðmata var 100.000 dollarar en það svarar til um 12,2 milljóna íslenskra króna.