fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
433Sport

Venezia í úrslit umspilsins – Aron lék allan leikinn í sigri

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 20. maí 2021 18:32

Aron Elís í leik með OB. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aron Elís Þrándarson lék með OB í útisigri liðsins í Danmörku í kvöld. Þá var Bjarki Steinn Bjarkason í hópnum hjá Venezia sem komst úrslit umspilsins í Serie B á Ítalíu.

Aron Elís lék allan leikinn fyrir OB í 1-2 sigri gegn Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni. Leikið var í neðri hluta deildarinnar (e. relegation group). OB er í þriðja sæti af sex liðum í hlutanum þegar einn leikur er eftir. Þeir eru ekki í neinni hættu á að falla og geta ekki heldur náð Evrópusætinu sem efsta sæti riðilsins veitir.

Bjarki Steinn sat allan tímann á varamannabekk Venezia þegar liðið komst í úrslitaleik umspilsins í Serie B á Ítalíu. Liðið gerði 1-1 jafntefli við Lecce í seinni leik undanúrslitanna í kvöld. Fyrri leikurinn fór 1-0 fyrir Venezia og komast þeir því áfram samanlagt. Liðið mætir líklega Cittadella í úrslitunum. Þeir leiða 3-0 gegn Monza eftir fyrri leikinn í þeirra undanúrslitaeinvígi. Þess má geta að Óttar Magnús Karlsson er einnig á mála hjá Venezia en er meiddur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Margrét velur hóp sinn fyrir vináttulandsleiki

Margrét velur hóp sinn fyrir vináttulandsleiki
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Chelsea og Manchester United taka slaginn

Chelsea og Manchester United taka slaginn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum
Bjóða aftur í Trent
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Eldræða Amorim: Segir lið sitt hugsanlega það versta í sögunni – „Gjörið svo vel, þarna er fyrirsögnin ykkar“

Eldræða Amorim: Segir lið sitt hugsanlega það versta í sögunni – „Gjörið svo vel, þarna er fyrirsögnin ykkar“
433Sport
Í gær

Spilaði sinn síðasta leik í dag

Spilaði sinn síðasta leik í dag
433Sport
Í gær

Pressan orðin gríðarleg eftir sjö töp í röð

Pressan orðin gríðarleg eftir sjö töp í röð
433Sport
Í gær

Byrjunarlið Manchester United og Brighton – Zirkzee fremstur

Byrjunarlið Manchester United og Brighton – Zirkzee fremstur