fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fréttir

Svikamyllan í Bauhaus endaði með fangelsisdómum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 20. maí 2021 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 2019 birtust fréttir í fjölmiðlum þess efnis að miklu magni af vörum hefði verið stolið úr byggingarvöruversluninni Bauhaus. Grunaðir í málinu voru starfsmaður í versluninni og byggingarverktaki í Vestmannaeyjum. Mjög erfiðlega gekk að afla fregna um málið því lögregla hélt fast að sér spilum í rannsókninni. Eftir að málið fór til ákærusviðs lögreglunnar var það sent aftur til rannsóknar. Allt tekur þó enda og þann 17. maí síðastliðinn var kveðinn upp dómur í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Við reglubundið eftirlit í Bauhaus-versluninni árið 2019 komst upp um umfangsmikinn þjófnað sem hafði staðið yfir í langan tíma. Annar hinna grunuðu var starfsmaður og hinn viðskiptavinur verslunarinnar, sem er atkvæðamikill byggingaverktaki í Vestmannaeyjum. Málið var kært til lögreglu sem hóf rannsókn.

Teknar voru skýrslur af mönnunum og í þeim yfirheyrslum sagðist byggingaverktakinn hafa talið sig vera að eiga viðskipti við starfsmanninn þar sem hann var að nýta starfsmannaafslátt hans við kaup á vörunum. Hafi hann millifært greiðslur fyrir vörunum inn á reikning starfsmannsins.

Mennirnir voru á endanum ákærðir fyrir þjófnað á vörum að verðmæti 2.263.619 krónur. Bauhaus gerði hins vegar einkaréttarkröfu upp á rúmlega tíu milljónir króna fyrir utan verðbætur og vexti, og byggði þar á söluverðmæti varanna án afsláttar.

Húsleitir voru framkvæmdar hjá byggingaverktakanum í Vestmannaeyjum. Þar fannst töluvert af þýfi úr Bauhaus.

Mennirnir voru báðir handteknir þann 14. febrúar árið 2019. Kom þá fram að byggingaverktakinn hafði beðið afgreiðslumanninn um að hjálpa honum við að koma vörum undan án þess hann greiddi fyrir þær en afgreiðslumaðurinn hefði neitað. Verktakinn hafi hins vegar gengið á hann með þetta uns hann lét undan. Hefði þetta endurtekið sig nokkrum sinnum, holan varð sífellt dýpra, eins og afgreiðslumaðurinn orðaði það fyrir dómi, og þetta hafi verið þegar upp var staðið tíu til fimmtán skipti og vörurnar að verðmæti 3-4 milljónir. Er afgreiðslumaðurinn reyndi að fá verktakann til að láta af þessu var því svaraði með hótunum. Verktakinn greiddi honum hins vegar fyrir þessi viðvik en þær upphæðir námu aðeins brotabroti af verðmæti varanna.

Þjófnaðurinn var framkvæmdur með þeim hætti að afgreiðslumaðurinn útbjó tilhæfulaus tilboð sem byggingarverktakinn framvísaði og hagnýtti sér villu starfsmanna Bauhaus um að vörurnar væru greiddar og fékk þær afhentar. Báðir voru ákærðir fyrir fjársvik en verktakinn var að auki ákærður fyrir peningaþvætti þar sem hann hafði hagnýtt sér ágóða af hinum stolnu vörum.

Afgreiðslumaðurinn er fertugur að aldri en byggingarverktakinn er 54 ára. Afgreiðslumaðurinn á ekki sakaferil að baki en byggingaverktakinn er með dóma fyrir fíkniefnabrot, þjófnaði og líkamsárás. Nýjasti dómurinn gegn honum féll í Finnlandi árið 2015, fyrir líkamsárás og þjófnað.

Mennirnir voru báðir sakfelldir fyrir héraðsdómi og brot þeirra sögð hafa verið þaulskipulögð og staðið yfir í langan tíma.

Byggingaverktakinn var dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi en afgreiðslumaðurinn í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Bótakröfu Bauhaus var vísað frá dómi en mennirnir dæmdir til að greiða Bauhaus sameiginlega upphæðina sem tilgreind er í ákæru, 2.263.619 krónur.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Fiskiskip rak stjórnlaust upp í fjöru við Patreksfjörð – Skipstjórinn á spítti

Fiskiskip rak stjórnlaust upp í fjöru við Patreksfjörð – Skipstjórinn á spítti
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á
Fréttir
Í gær

Unglingar með kylfu í verslunarkjarna

Unglingar með kylfu í verslunarkjarna
Fréttir
Í gær

Steingrímur stóð fréttavaktina þegar snjóflóðið féll á Súðavík – „Við vitum að tíminn læknar engin sár, menn læra bara að lifa með sársaukanum“

Steingrímur stóð fréttavaktina þegar snjóflóðið féll á Súðavík – „Við vitum að tíminn læknar engin sár, menn læra bara að lifa með sársaukanum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vörubílstjóri þóttist vera annar maður – Var líka fullur og próflaus

Vörubílstjóri þóttist vera annar maður – Var líka fullur og próflaus
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Áhrifavaldur eitraði fyrir barninu sínu – Vildi fjölga fylgjendum og fá peninga

Áhrifavaldur eitraði fyrir barninu sínu – Vildi fjölga fylgjendum og fá peninga
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar