fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
433Sport

Bjarni hjólar í Helga dómara: „Eins og hann væri að verða of seinn í mat­ar­boð“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 20. maí 2021 13:00

Skjáskot/K100

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fylkir fékk Keflavík í heimsókn á Wurth völlinn í efstu deild kvenna í gær. Liðin deildu stigunum í gær. Heimakonur byrjuðu leikinn betur en það var þó Keflavík sem komst yfir eftir rúman hálftíma. Þá skoraði Dröfn Einarsdóttir. Staðan í hálfleik var 0-1.

Eftir tæpan klukktíma leik fékk Fylkir víti. Bryndís Arna Níelsdóttir steig á punktinn en Tiffany Sornpao varði frá henni. Heimakonum tókst þó að jafna örskömmu síðar með marki Valgerðar Óskar Valsdóttur. Lokatölur í kvöld urðu 1-1.

Meira:
Jóhanni blöskrar atvikið í Árbænum í gær – „Ha?! Hvaða Guffagrín er í gangi“

Vítaspyrnudómurinn var ansi furðulegur og blöskrar mörgum að bent hafi verið á punktinn. Keflavík er með 3 stig eftir fjóra leiki. Fylkir er með 1 stig eftir þrjá leiki.

Bjarni Helgason blaðamaður á Morgunblaðinu gefur Helga Ólafssyni dómara leiksins algjöra falleinkunn í grein sinni sem birtist á vefsíðu Morgunblaðsins í dag. „Um miðjan fyrri hálfleik­inn fengu Fylk­is­kon­ur gef­ins víta­spyrnu frá Helga Ólafs­syni, dóm­ara leiks­ins, en frammistaða dóm­ar­ans í kvöld var ein sú slak­asta sem und­ir­ritaður hef­ur séð á Íslandi,“ skrifar Bjarni í Morgunblaðið.

Bjarni segir að Helgi hafi virkað eins og maður sem væri á hraðför. „Það var eins og hann væri að drífa sig að klára leik­inn því hann væri að verða of seinn í mat­ar­boð, hann hafði það mik­inn áhuga á því að dæma leik­inn. Þá upp­lifði maður það þannig úr stúk­unni að það væri fyr­ir neðan hans virðingu að dæma kvenna­leik. Ann­ars var lín­an í dóms­gæsl­unni eng­in og hann var veif­andi gul­um spjöld­um hér og þar. Svona frammistaða er ein­fald­lega óboðleg í efstu deild.“

Meira:
Jóhanni blöskrar atvikið í Árbænum í gær – „Ha?! Hvaða Guffagrín er í gangi“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Margrét velur hóp sinn fyrir vináttulandsleiki

Margrét velur hóp sinn fyrir vináttulandsleiki
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Chelsea og Manchester United taka slaginn

Chelsea og Manchester United taka slaginn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum
Bjóða aftur í Trent
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Eldræða Amorim: Segir lið sitt hugsanlega það versta í sögunni – „Gjörið svo vel, þarna er fyrirsögnin ykkar“

Eldræða Amorim: Segir lið sitt hugsanlega það versta í sögunni – „Gjörið svo vel, þarna er fyrirsögnin ykkar“
433Sport
Í gær

Spilaði sinn síðasta leik í dag

Spilaði sinn síðasta leik í dag
433Sport
Í gær

Pressan orðin gríðarleg eftir sjö töp í röð

Pressan orðin gríðarleg eftir sjö töp í röð
433Sport
Í gær

Byrjunarlið Manchester United og Brighton – Zirkzee fremstur

Byrjunarlið Manchester United og Brighton – Zirkzee fremstur