fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
433Sport

Terry svaraði fyrir sig í gær með því að skjóta fast á stuðningsmenn Tottenham

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 20. maí 2021 11:25

Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aston Villa vann góðan útisigur á Tottenham í ensku úrvalsdeildinni. Tapið er slæmt fyrir síðarnefnda liðið í baráttu um Evrópusæti. Steven Bergwijn kom Tottenham yfir á 8. mínútu leiksins. Villa jafnaði leikinn á 20. mínútu þegar Sergio Reguilon gerði svakalegt sjálfsmark sem Hugo Lloris átti engan möguleika á að verja. Skömmu fyrir leikhlé kom Ollie Watkins gestunum svo yfir. Staðan í hálfleik var 1-2.

Bæði lið hefðu getað bætt við mörkum í seinni hálfleik en allt kom fyrir ekki. Sigur Villa staðreynd. Tottenham er í sjötta sæti deildarinnar með 59 stig. West Ham getur komist upp fyrir þá með sigri gegn WBA í kvöld. Aston Villa er í ellefta sæti með 52 stig.

John Terry aðstoðarþjálfari Aston Villa varð fyrir aðkasti í leiknum, stuðningsmönnum Tottenham er illa við hann eftir feril hans sem leikmaður hjá Chelsea.

Terry ákvað að svara fyrir sig með því að lyfta ímynduðum bikar á loft, var það fast skot á Tottenham sem hefur ekki unnið bikar í 13 ár.

„Stuðningsmenn Tottenham sungu um að Ledley King væri betri en John Terry, Terry snéri sér við og lyfti ímynduðum bikar til að svara fyrir sig,“ skrifar James Olley blaðamaður á Bretlandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ítalirnir gætu bjargað bakverðinum

Ítalirnir gætu bjargað bakverðinum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Varð brugðið þegar hann fetaði óvænt í fótspor Gumma Ben – „Ég svitnaði og svitnaði“

Varð brugðið þegar hann fetaði óvænt í fótspor Gumma Ben – „Ég svitnaði og svitnaði“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Chelsea og Manchester United taka slaginn

Chelsea og Manchester United taka slaginn
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Framtíð Neymar að skýrast – Á leið aftur heim

Framtíð Neymar að skýrast – Á leið aftur heim
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Talið að Svíinn eftirsótti endi í Manchester

Talið að Svíinn eftirsótti endi í Manchester
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum
Bjóða aftur í Trent
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Spilaði sinn síðasta leik í dag

Spilaði sinn síðasta leik í dag
433Sport
Í gær

England: Markaveisla í þremur viðureignum – United tapaði á Old Trafford

England: Markaveisla í þremur viðureignum – United tapaði á Old Trafford
433Sport
Í gær

Byrjunarlið Manchester United og Brighton – Zirkzee fremstur

Byrjunarlið Manchester United og Brighton – Zirkzee fremstur
433Sport
Í gær

Segir það erfitt fyrir hann að vera bróður stórstjörnu

Segir það erfitt fyrir hann að vera bróður stórstjörnu