fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fréttir

Baldur Kristjánsson er látinn – Háskólarektor minnist kollega

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 20. maí 2021 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Baldur Kristjánsson, fyrrverandi dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, lést þann 9. maí síðastiðliðinn, sjötugur að aldri.

Eftir Baldur liggja meðal annars merkar rannsóknir á uppeldi og stöðu barna á Norðurlöndum. Jón Atli Benediktsson háskólarektor ritaði eftirfarandi pistil í minni Baldurs á Facebook-síðu sína:

„Baldur Kristjánsson, fyrrverandi dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, lést 9. maí sl., sjötugur að aldri.

Baldur fæddist í Keflavík 6. mars 1951, en ólst að mestu upp á Egilsstöðum. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Hamrahlíð og stundaði nám í sálfræði og uppeldisfræði við Gautaborgarháskóla, til BA-prófs 1977 og útskrifaðist klínískur barnasálfræðingur 1982. Baldur vann síðar að fræðistörfum við Lärarhögskolan i Stokkhólmi og lauk þaðan doktorsgráðu 2001.

Baldur starfaði sem kennari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og skólasálfræðingur við Fræðsluskrifstofu Reykjanesumdæmis á níunda áratugnum, að loknu námi. Í framhaldinu vann hann að Basun-rannsókninni svonefndu, sem var rannsókn um „Barnæsku og samfélagsumbreytingar á Norðurlöndum“. Árið 1999 hóf Baldur kennslu við Kennaraháskóla Íslands, sem síðar varð Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hann var lektor í uppeldis- og þroskasálfræði og síðar dósent, þar til hann varð að hætta störfum vegna veikinda. Baldur var virkur í fræðistörfum og eftir hann liggur fjöldi greina. Rannsóknir hans sneru einkum að uppeldi og stöðu barna á Norðurlöndum, svo og skólamenningu og námsáhuga barna.

Fyrir hönd Háskóla Íslands þakka ég störf Baldurs Kristjánssonar í þágu skólans og votta aðstandendum hans innilega samúð.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Fiskiskip rak stjórnlaust upp í fjöru við Patreksfjörð – Skipstjórinn á spítti

Fiskiskip rak stjórnlaust upp í fjöru við Patreksfjörð – Skipstjórinn á spítti
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á
Fréttir
Í gær

Unglingar með kylfu í verslunarkjarna

Unglingar með kylfu í verslunarkjarna
Fréttir
Í gær

Steingrímur stóð fréttavaktina þegar snjóflóðið féll á Súðavík – „Við vitum að tíminn læknar engin sár, menn læra bara að lifa með sársaukanum“

Steingrímur stóð fréttavaktina þegar snjóflóðið féll á Súðavík – „Við vitum að tíminn læknar engin sár, menn læra bara að lifa með sársaukanum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vörubílstjóri þóttist vera annar maður – Var líka fullur og próflaus

Vörubílstjóri þóttist vera annar maður – Var líka fullur og próflaus
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Áhrifavaldur eitraði fyrir barninu sínu – Vildi fjölga fylgjendum og fá peninga

Áhrifavaldur eitraði fyrir barninu sínu – Vildi fjölga fylgjendum og fá peninga
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar