„Ha?! Hvaða Guffagrín er í gangi hérna?!,“ skrifar Jóhann Birnir Guðmundsson fyrrum atvinnumaður í knattspyrnu um atvik sem átti sér stað í Árbænum í gær. Keflavík heimsótti þá Fylki í efstu deild kvenna.
Fylkir fékk Keflavík í heimsókn á Wurth völlinn. Liðin deildu stigunum í gær. Heimakonur byrjuðu leikinn betur en það var þó Keflavík sem komst yfir eftir rúman hálftíma. Þá skoraði Dröfn Einarsdóttir. Staðan í hálfleik var 0-1.
Ha?! Hvaða Guffagrín er í gangi hérna?! https://t.co/oVeBitfeAm
— Jóhann B Guðmundsson (@johannbirnir) May 19, 2021
Eftir tæpan klukktíma leik fékk Fylkir víti. Bryndís Arna Níelsdóttir steig á punktinn en Tiffany Sornpao varði frá henni. Heimakonum tókst þó að jafna örskömmu síðar með marki Valgerðar Óskar Valsdóttur. Lokatölur í kvöld urðu 1-1.
Vítaspyrnudómurinn var ansi furðulegur og blöskrar mörgum að bent hafi verið á punktinn. Keflavík er með 3 stig eftir fjóra leiki. Fylkir er með 1 stig eftir þrjá leiki.
Atvikið má sjá hér að neðan.
Hvernig getur þetta verið víti?? #fylkef #fotboltinet er þetta það sem þið bjóðið upp á í efstu deild @footballiceland @pepsimaxdeildin pic.twitter.com/PVenba154w
— Ingvar Georgsson (@ingvargeo) May 19, 2021