fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
Pressan

Mikið álag á sænskum gjörgæsludeildum – Læknar vilja aðstoð frá útlöndum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 20. maí 2021 08:00

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er nóg að gera á gjörgæsludeildum sænskra sjúkrahúsa þessa dagana. Svo mikið er álagið að líklegt má teljast að þær geti ekki ráðið við ástandið ef stórslys verður í landinu eða hryðjuverkaárás þar sem margir særast. Þetta er í fyrsta sinn síðan heimsfaraldurinn skall á sem sænskar gjörgæsludeildir eru í vandræðum með að ráða við álagið.

Til að geta uppfyllt kröfur um viðbúnað sjúkrahúsa eiga að minnsta kosti 20% gjörgæslurýma að vera laus hverju sinni. Sú staða hefur ekki verið uppi svo vikum skiptir.

Álagið á deildirnar er nú svo mikið að samtök svæfinga- og gjörgæslulækna hvetja yfirvöld til að leita aðstoðar hjá nágrönnunum í Danmörku og Noregi. „Við ættum að biðja nágrannaríkin um aðstoð. Við erum komin langt yfir það sem við ráðum við,“ sagði Annette Nyberg, formaður samtakanna og yfirlæknir á Alingsås sjúkrahúsinu.

Þann 8. apríl voru 12% rýma á gjörgæsludeildunum laus en síðan hefur hlutfallið verið á bilinu 14 til 18%. Dagens Nyheter segir að þessar tölur geti hugsanlega verið enn lægri því þótt gjörgæslurými sé skráð sem laust þá sé það ekki endilega þannig. Oft er það að sögn þannig að þegar sjúklingur flyst úr gjörgæslurými sé það skráð laust og það jafnvel þótt annar sjúklingur sé þá þegar á leið í það. Álagið er því hugsanlega enn meira en talið er.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Afhjúpa sannleikann um hvernig Trump reiknaði út tollana og það hefur ekkert að gera með raunverulega tolla annarra þjóða

Afhjúpa sannleikann um hvernig Trump reiknaði út tollana og það hefur ekkert að gera með raunverulega tolla annarra þjóða
Pressan
Í gær

Fékk áfall þegar hún sá hvað eins árs sonur hennar var að borða – „Þegar sonur þinn borðar pabba þinn“

Fékk áfall þegar hún sá hvað eins árs sonur hennar var að borða – „Þegar sonur þinn borðar pabba þinn“
Pressan
Fyrir 2 dögum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gómaði Teslu-skemmdarvarg og lét hann heyra það – Sjáðu myndbandið

Gómaði Teslu-skemmdarvarg og lét hann heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varpa upp skýrari mynd af arkitekt dauðans – „Við kölluðum hann „Elsku Rex““

Varpa upp skýrari mynd af arkitekt dauðans – „Við kölluðum hann „Elsku Rex““
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift