fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
433Sport

Liverpool komið í Meistaradeildarsæti – West Ham í góðri stöðu í Evrópubaráttunni

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 19. maí 2021 21:36

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðustu tveimur leikjum kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni er nú lokið.

Liverpool fór upp fyrir Leicester

Liverpool vann öruggan útisigur á Burnley. Þeir eru nú í afar góðri stöðu hvað varðar Meistaradeildarsæti.

Roberto Firmino kom gestunum yfir rétt fyrir leikhlé. Staðan í hálfleik var 0-1.

Snemma í seinni hálfleik tvöfaldaði Nat Phillips forystu Liverpool. Alex Oxlade-Chamberlain gulltryggði svo sigurinn með þriðja markinu undir lok leiks. Lokatölur 0-3.

Liverpool er nú komið í fjórða sæti, upp fyrir Leicester á markatölu. Liðið á heimaleik gegn Crystal Palace í lokaumferðinni á meðan Leicester fær Tottenham í heimsókn. Það verður því að segjast að útlitið er gott fyrir Liverpool.

West Ham líklega á leið í Evrópu

West Ham vann mikilvægan útisigur á West Bromwich Albion.

Leikurinn fór ekki vel af stað fyrir gestina en Declan Rice klúðraði víti strax í byrjun. Þá kom Matheus Pereira WBA yfir á 27. mínútu. Tomas Soucek jafnaði þó metin fyrir West Ham í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Staðan var 1-1 í hálfleik.

Angelo Ogbonna kom Hömrunum yfir á 82. mínútu. Michail Antonio gulltryggði svo sigur þeirra í lok leiks. Lokatölur 1-3.

West Ham er í sjötta sæti deildarinnar, síðasta Evrópudeildarsætinu, með 62 stig. Þeir eru 3 stigum á undan Tottenham og eiga heimaleik gegn Southampton í lokaumferðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Sölvi stoltur og hlakkar til komandi tíma – „Mig er búið að gruna þetta“

Sölvi stoltur og hlakkar til komandi tíma – „Mig er búið að gruna þetta“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Brasilíumaðurinn heldur til Tyrklands í kvöld

Brasilíumaðurinn heldur til Tyrklands í kvöld
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þetta er upphæðin sem United þarf að reiða fram fyrir ungstirnið

Þetta er upphæðin sem United þarf að reiða fram fyrir ungstirnið
Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þetta hafa veðbankar að segja um leikinn mikilvæga hjá Strákunum okkar í kvöld

Þetta hafa veðbankar að segja um leikinn mikilvæga hjá Strákunum okkar í kvöld
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Bruno Fernandes segir þetta valda sér miklum áhyggjum

Bruno Fernandes segir þetta valda sér miklum áhyggjum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Chelsea og Manchester United taka slaginn

Chelsea og Manchester United taka slaginn
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Framtíð Neymar að skýrast – Á leið aftur heim

Framtíð Neymar að skýrast – Á leið aftur heim
433Sport
Í gær

Bjóða aftur í Trent

Bjóða aftur í Trent
433Sport
Í gær

Eldræða Amorim: Segir lið sitt hugsanlega það versta í sögunni – „Gjörið svo vel, þarna er fyrirsögnin ykkar“

Eldræða Amorim: Segir lið sitt hugsanlega það versta í sögunni – „Gjörið svo vel, þarna er fyrirsögnin ykkar“