Íslendingar voru í eldlínunni með sínum liðum í Danmörku, Hvíta-Rússlandi og Svíþjóð fyrr í dag og í kvöld.
BATE vann 2-1 sigur á Sputnik í Hvít-Rússnesku úrvalsdeildinni. Willum Þór Willumsson var í byrjunarliði BATE en þurfti að fara snemma af velli vegna meiðsla. Lið hans er í öðru sæti deildarinnar með 23 stig eftir tíu umferðir.
Böðvar Böðvarsson var í byrjunarliði Helsingborg sem tapaði 0-2 gegn Norrby í sænsku B-deildinni. Hann fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt á 67. mínútu. Helsingborg er um miðja deild með 9 stig eftir sjö umferðir.
Mikael Neville Anderson kom inn á sem varamaður fyrir Midtjylland og spilaði um tíu mínútur í 4-2 tapi gegn FCK í dönsku úrvalsdeildinni. Midtjylland er enn á toppi meistarahluta (e. championship group) deildarinnar með 57 stig. Bröndby og FCK eru með 55 stig. Midtjylland og FCK eiga eftir að leika einn leik en Bröndby á tvo.