fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Pressan

Lögreglumenn skutu óvopnaðan svartan mann 14 sinnum – Verða ekki ákærðir

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 23. maí 2021 17:50

Andrew Brown Jr. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í apríl skutu lögreglumenn Andrew Brown, sem var svartur, til bana við heimili hans í Elizabeth City í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum. Sjö lögreglumenn voru á vettvangi. Enginn þeirra verður ákærður fyrir morðið en þeir skutu Brown 14 sinnum. Hann var óvopnaður. Fjölskylda hans segir lögregluna hafa tekið hann af lífi.

Andrew Womble, saksóknari kynnti á þriðjudaginn niðurstöðu rannsóknar sinnar á málinu. Hann sagði að lögreglumenn hefðu verið í fullum rétti til að skjóta Brown því hann hafi stofnað lífi þeirra í hættu þegar hann flúði af vettvangi.

Brown, sem var 42 ára, var skotinn til bana þegar lögreglumenn komu heim til hans til að handtaka hann en hann var grunaður um fíkniefnamisferli.

Womble sagði að Brown hafi verið í bíl sínum við heimili sitt. Lögreglumennirnir hafi umkringt bílinn og beðið hann um að stíga út. Við því varð hann ekki og hafi stigið á bensíngjöfina og hafi stefnt á lögreglumenn. „Aðgerðir Brown urðu til þess að þrír lögreglumenn mátu það sem svo, réttilega, að þeim væri nauðugur einn kostur að beita banvænu valdi til að vernda sig og aðra,“ sagði Womble.

Hann sagði að lögreglumennirnir hafi skotið 14 skotum á bílinn á 44 sekúndum. Í bíl Brown fannst lítilræði af amfetamíni en ekkert skotvopn.

Fjölskylda Brown og lögmenn hennar hafa sakað lögregluna um að hafa tekið hann af lífi því hann var meðal annars skotinn í hnakkann. Það leiddi krufning, framkvæmd af óháðum réttarmeinafræðingi, í ljós.

Drápið á Brown átti sér stað sama dag og lögreglumaðurinn Derek Chauvin var fundinn sekur um að hafa drepið George Floyd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið