fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
433Sport

Pepsi Max-deild kvenna: Breiðablik og Valur með sigra – Dramatískur fyrsti sigur Stjörnunnar

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 19. maí 2021 20:29

Blikar unnu í kvöld. Mynd/Blikar.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír leikir hafa farið fram í 4. umferð Pepsi Max-deildar kvenna það sem af er kvöldi.

Blikar lengi að finna sigurmarkið gegn nýliðunum

Íslandsmeistarar Breiðabliks tóku á móti nýliðum Tindastóls. Heimakonur unnu nauman sigur.

Fyrri hálfleikur var bragðdaufur og náðu Blikar ekki að ógna mark gestanna mikið. Staðan í hálfleik var markalaus.

Þegar um stundarfjórðungur lifði leiks fundu heimakonur loks markið. Þá skoraði Tiffany Mc Carty. Markið skoraði hún eftir undirbúning Áslaugar Mundu Gunnlaugsdóttur. Lokatölur í leiknum urðu 1-0.

Breiðablik er með 9 stig eftir fjóra leiki. Tindastóll er með 4 stig.

Valur vann í markaleik í Eyjum

ÍBV fékk Val í heimsókn og úr varð mikið fjör þar sem gestirnir tóku stigin þrjú.

Viktorija Zaicikova kom heimakonum yfir eftir stundarfjórðung með flottu marki. Sigríður Lára Garðarsdóttir jafnaði metin fyrir Val um tíu mínútum síðar. Rétt fyrir leikhlé komst Valur yfir. Þá skoraði Lillý Rut Hlynsdóttir. Staðan í hálfleik var 1-2.

Strax í upphafi seinni hálfleiks varð Thelma Sól Óðinsdóttir fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Staðan orðin erfið fyrir ÍBV. Þær minnkuðu þó muninn eftir klukkutíma leik þegar Delaney Bale Pridham, sem hefur verið í stuði í upphafi móts, skoraði. Bergdís Fanney Einarsdóttir gerði út um leikinn fyrir gestina á 85. mínútu með skallamarki. Lokatölur 2-4.

Valur er með 10 stig eftir fjóra leiki. ÍBV er með 3 stig.

Fyrsti sigur Stjörnunnar

Þór/KA og Stjarnan mættust á Akureyri. Gestirnir náðu í sinn fyrsta sigur á mótinu.

Leikurinn var heilt yfir fremur rólegur og stefndi ekki mikið í að það kæmi sigurmark þegar Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir skoraði fyrir Stjörnuna í uppbótartíma. Lokatölur fyrir norðan urðu 0-1.

Stjarnan er með 4 stig eftir fjóra leiki. Þór/KA er með 3 stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Sölvi stoltur og hlakkar til komandi tíma – „Mig er búið að gruna þetta“

Sölvi stoltur og hlakkar til komandi tíma – „Mig er búið að gruna þetta“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Brasilíumaðurinn heldur til Tyrklands í kvöld

Brasilíumaðurinn heldur til Tyrklands í kvöld
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þetta er upphæðin sem United þarf að reiða fram fyrir ungstirnið

Þetta er upphæðin sem United þarf að reiða fram fyrir ungstirnið
Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þetta hafa veðbankar að segja um leikinn mikilvæga hjá Strákunum okkar í kvöld

Þetta hafa veðbankar að segja um leikinn mikilvæga hjá Strákunum okkar í kvöld
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Bruno Fernandes segir þetta valda sér miklum áhyggjum

Bruno Fernandes segir þetta valda sér miklum áhyggjum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Chelsea og Manchester United taka slaginn

Chelsea og Manchester United taka slaginn
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Framtíð Neymar að skýrast – Á leið aftur heim

Framtíð Neymar að skýrast – Á leið aftur heim
433Sport
Í gær

Bjóða aftur í Trent

Bjóða aftur í Trent
433Sport
Í gær

Eldræða Amorim: Segir lið sitt hugsanlega það versta í sögunni – „Gjörið svo vel, þarna er fyrirsögnin ykkar“

Eldræða Amorim: Segir lið sitt hugsanlega það versta í sögunni – „Gjörið svo vel, þarna er fyrirsögnin ykkar“