fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Ný rannsókn – Kórónuveiran getur skaðað getnaðarlim karla

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 22. maí 2021 07:30

Hvaða stærð vilja konur? Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarískir vísindamenn hafa fundið ummerki um kórónuveiruna, sem veldur COVID-19, í getnaðarlimum tveggja karla. Þeir óttast að risvandamál geti verið meðal eftirkasta sjúkdómsins.

Fyrri rannsóknir höfðu sýnt að kórónuveiran getur valdið tjóni á æðum og vef í líkamanum. Rannsókn Bandaríkjamannanna sýnir að vefur í getnaðarlimi karla getur einnig skaddast af völdum veirunnar.

Niðurstöður rannsóknar þeirra hafa verið birtar í World Journal of Men‘s Health. Í henni kemur fram að karlar geti glímt við risvandamál ef vefurinn í getnaðarlimi þeirra sýkist af veirunni.

„Í rannsókn okkar sáum við að menn, sem höfðu ekki áður glímt við risvandamál, hafa fengið mjög alvarleg risvandamál eftir að hafa sýkst af kórónuveirunni,“ hefur Sky News eftir Ranjith Ramasamy, aðalhöfundi rannsóknarinnar.

Rannsóknin var framkvæmd á þvagfæradeild háskólans í Miami. Fjórir karlar, sem allir glímdu við risvandamál, tóku þátt í henni. Tveir þeirra höfðu smitast af kórónuveirunni en hinir ekki. Þeir voru allir á aldrinum 65 til 71 árs. Þeir tveir, sem höfðu smitast af kórónuveirunni, höfðu aldrei áður glímt við risvandamál. Í vef í getnaðarlimum þeirra fundu vísindamenn leifar af kórónuveirunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Henni var rænt og hún var grafin lifandi í þrjá daga – „Ég öskraði og öskraði“

Henni var rænt og hún var grafin lifandi í þrjá daga – „Ég öskraði og öskraði“
Pressan
Í gær

Hvenær var Suðurskautslandið síðast íslaust?

Hvenær var Suðurskautslandið síðast íslaust?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sarah var myrt eftir óhugnanlega Facebook-færslu sína – Hver var hinn seki?

Sarah var myrt eftir óhugnanlega Facebook-færslu sína – Hver var hinn seki?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný veira fannst í Kína – Getur haft áhrif á heilann

Ný veira fannst í Kína – Getur haft áhrif á heilann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Morð og glæpir sælgætismannsins vekja enn óhug hálfri öld seinna

Morð og glæpir sælgætismannsins vekja enn óhug hálfri öld seinna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heimsins mest einmana tré vantar maka til að geta fjölgað sér – Þar kemur gervigreind til sögunnar

Heimsins mest einmana tré vantar maka til að geta fjölgað sér – Þar kemur gervigreind til sögunnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Faldi nýfætt barn sitt í morgunkornskassa – Dæmd í ævilangt fangelsi

Faldi nýfætt barn sitt í morgunkornskassa – Dæmd í ævilangt fangelsi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Greiða 14 milljarða í bætur eftir ásiglingu á brú

Greiða 14 milljarða í bætur eftir ásiglingu á brú