fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Ný rannsókn – Kórónuveiran getur skaðað getnaðarlim karla

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 22. maí 2021 07:30

Hvaða stærð vilja konur? Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarískir vísindamenn hafa fundið ummerki um kórónuveiruna, sem veldur COVID-19, í getnaðarlimum tveggja karla. Þeir óttast að risvandamál geti verið meðal eftirkasta sjúkdómsins.

Fyrri rannsóknir höfðu sýnt að kórónuveiran getur valdið tjóni á æðum og vef í líkamanum. Rannsókn Bandaríkjamannanna sýnir að vefur í getnaðarlimi karla getur einnig skaddast af völdum veirunnar.

Niðurstöður rannsóknar þeirra hafa verið birtar í World Journal of Men‘s Health. Í henni kemur fram að karlar geti glímt við risvandamál ef vefurinn í getnaðarlimi þeirra sýkist af veirunni.

„Í rannsókn okkar sáum við að menn, sem höfðu ekki áður glímt við risvandamál, hafa fengið mjög alvarleg risvandamál eftir að hafa sýkst af kórónuveirunni,“ hefur Sky News eftir Ranjith Ramasamy, aðalhöfundi rannsóknarinnar.

Rannsóknin var framkvæmd á þvagfæradeild háskólans í Miami. Fjórir karlar, sem allir glímdu við risvandamál, tóku þátt í henni. Tveir þeirra höfðu smitast af kórónuveirunni en hinir ekki. Þeir voru allir á aldrinum 65 til 71 árs. Þeir tveir, sem höfðu smitast af kórónuveirunni, höfðu aldrei áður glímt við risvandamál. Í vef í getnaðarlimum þeirra fundu vísindamenn leifar af kórónuveirunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Getur hjátrúin sagt til um gestakomur?

Getur hjátrúin sagt til um gestakomur?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverskur njósnari fékk leyfi til að gefa út blaðamannaskírteini í Svíþjóð

Kínverskur njósnari fékk leyfi til að gefa út blaðamannaskírteini í Svíþjóð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maðurinn á bak við umdeilda aðferð til að finna ódýrt flug sér ekki eftir neinu

Maðurinn á bak við umdeilda aðferð til að finna ódýrt flug sér ekki eftir neinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Forsetafrúin blótaði Elon Musk – „Ég er ekki hrædd við þig, fokkaðu þér Elon Musk”

Forsetafrúin blótaði Elon Musk – „Ég er ekki hrædd við þig, fokkaðu þér Elon Musk”
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rússar hoppandi illir: „Stórt skref í átt að þriðju heimsstyrjöldinni“

Rússar hoppandi illir: „Stórt skref í átt að þriðju heimsstyrjöldinni“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti