fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Varar Ítali við dökkri framtíð án ungs fólks

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 24. maí 2021 08:00

Horft yfir Róm. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ítalía án barna er land sem hefur enga trú og engar áætlanir. Þetta segir Mario Draghi, forsætisráðherra, um þá staðreynd að fæðingartíðnin lækkar sífellt í landinu og ekki hefur heimsfaraldur kórónuveirunnar bætt það.

Á síðasta ári fækkaði Ítölum um tæplega 400.000 og eru nú um 59,3 milljónir.

Á síðasta ári fæddust 404.104 börn á Ítalíu og voru þau 16.000 færri en 2019. Fæðingar hafi ekki verið færri á einu ári á síðari tímum.

Meðalaldurinn á Ítalíu er 47 ár í dag, sá hæsti í Evrópu, sagði Draghi nýlega þegar hann ræddi um lækkandi fæðingartíðni sem hann segir vera eitt stærsta vandamál landsins.

Á ráðstefnu um lækkandi fæðingartíðni og sífellt eldri landsmenn sagði hann að Ítalía án barna sé land án trúar og áætlana. Hann sagði að lýðfræðileg þróun væri lykillinn að framtíðinni en eins og staðan væri núna stefndi í að örlög Ítalíu yrðu að þjóðin muni eldast og að lokum hverfa af sjónarsviðinu.

Sérfræðingar benda á að færri börn þýði lægri skatttekjur í framtíðinni. Það dregur úr framleiðni og gerir Ítölum erfiðara fyrir með að hugsa um sífellt eldri íbúa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“
Pressan
Í gær

Fleiri ríki loka sendiráðum sínum í Kænugarði – Sálfræðihernaður hjá Rússum?

Fleiri ríki loka sendiráðum sínum í Kænugarði – Sálfræðihernaður hjá Rússum?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta eru umdeildustu skoðanir næsta heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna

Þetta eru umdeildustu skoðanir næsta heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bakpokaferðalag 19 ára stúlkna breyttist í martröð – Berjast fyrir lífi sínu eftir ferð á barinn

Bakpokaferðalag 19 ára stúlkna breyttist í martröð – Berjast fyrir lífi sínu eftir ferð á barinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún var alltaf þreytt – Síðan fjarlægði hún eitt úr mataræði sínu og staðan gjörbreyttist

Hún var alltaf þreytt – Síðan fjarlægði hún eitt úr mataræði sínu og staðan gjörbreyttist