Manchester United íhugar að fá inn Danny Ings, framherja Southampton, til þess að auka breiddina í sóknarlínunni fyrir næsta tímabil. Telegraph greinir frá.
Samkvæmt breska miðlinum þá hefur félagið spurst fyrir um Ings. Leikmaðurinn verður samningslaus næsta sumar og hefur Southmapton hingað til ekki fengið hann til þess að framlengja. Þeir gætu því freistað þess að fá einhverja upphæð fyrir hann í sumar í stað þess að missa hann frítt á næsta ári.
Edinson Cavani, framherji Man Utd, framlengdi samning sinn um eitt ár nýlega. Þrátt sagðist Ole Gunnar Solskjær, stjóri liðsins, ekki útiloka það að fá inn annan mann í sóknarlínuna.
Ings hefur skorað 12 mörk í 28 leikjum í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð. Hann skoraði 22 mörk á þeirri síðustu.