Joe Willock varð í kvöld yngsti leikmaðurinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar til að skora í sex leikjum í röð.
Miðjumaðurinn hefur verið í miklu stuði síðan hann kom á láni frá Arsenal í janúar. Hann fékk ekki mikið að spila undir stjórn Mikel Arteta fyrir áramót, lék aðallega í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Það lá því beinast við að hann yrði lánaður.
Arsenal vantar sárlega miðjumann sem getur skorað mörk. Það verður því áhugavert að sjá hvort Arteta sé tilbúinn til þess að gefa leikmanninum annað tækifæri og fleiri mínútur. Newcastle hefur áhuga á að hafa hann áfram, þó helst að láni.
Joe Willock (21y, 272d) is the youngest player to score in six consecutive #PL appearances in the competition's history#NEWSHU | @NUFC pic.twitter.com/1FtlqLAwtA
— Premier League (@premierleague) May 19, 2021