Skiptum er lokið í þrotabúi einkahlutafélagsins 12.12.2017 ehf, sem áður hér Kostur, en það var þekkt matvöruverslun í eigu Jóns Geralds Sullenberger. Félagið var lýst gjaldþrota árið 2018. Um það leyti var verslun Kosts opin í nokkra daga á meðan viðskiptavinir tæmdu hillurnar, síðan var henni lokað.
Gjaldþrotið er stórt. Engar eignir fundust í búinu, samkvæmt tilkynningu sem birt var í Lögbirtingablaðinu í dag. Var skiptum því lokið án þess að greiðsla fengist upp í lýstar kröfur. Lýstar kröfur nema rúmlega 254 milljónum króna.
Skiptum lauk þann 11. maí síðastliðinn.