fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fréttir

Orri Páll dregur sig úr verkefni um nýjan veitingastað vegna ásakana um kynferðislegt ofbeldi: „Ég veit ég gerði mistök oftar en einu sinni“

Björn Þorfinnsson
Miðvikudaginn 19. maí 2021 18:32

Orri Páll Vilhjálmsson. Mynd: Þorgeir Ólafsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orri Páll Vilhjálmsson, annar af tveimur veitingamönnum sem hafa unnið hörðum höndum að  opnun nýs veitingastaðar við Laugaveg 12, hefur ákveðið að draga sig út úr verkefninu. Ástæðan er sú að hann segist hafa gert mistök í samskiptum við hitt kynið og að hann vilji vera hluti að lausninni en ekki vandamálinu. Þetta kemur fram í færslum á Instagram sem Orri Páll hefur birt.

 

Í byrjun vikunnar var greint frá því í fjölmiðlum að tveir af reyndari veitingamönnum landsins, Orri Páll og Arnór Bohic, hyggðust opna staðinn Botanica á áðurnefndum stað þar sem Le Bistro var áður til húsa.

Kom fram að staður­inn myndi  verða und­ir suður­am­er­ísk­um áhrif­um í mat, drykk og tónlist – allt frá Kúbu niður til Arg­entínu.

Fljótlega þegar tilkynningin birtist upphófst hávær orðrómur á samfélagsmiðlum um að Orri Páll hefði farið út fyrir mörk í samskiptum við hitt kynið og þá sérstaklega við kvenkyns starfsmenn sína í veitingageiranum.

Orðrómurinn hefur nú haft þau áhrif að Orri Páll hefur ákveðið að stíga til hliðar í verkefninu eins og áður hefur komið fram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Segja að norðurkóreskir hermenn falli eins og flugur

Segja að norðurkóreskir hermenn falli eins og flugur
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Fólk að gefast upp á lífrænu flokkunarpokunum – Mölflugur á sveimi og allt á floti í eldhússkápum

Fólk að gefast upp á lífrænu flokkunarpokunum – Mölflugur á sveimi og allt á floti í eldhússkápum
Fréttir
Í gær

Læti í Loðmundarfirði vegna friðlýsingar – „Það eru persónulegar erjur manna á milli“

Læti í Loðmundarfirði vegna friðlýsingar – „Það eru persónulegar erjur manna á milli“
Fréttir
Í gær

Rútuslys á Hellisheiði

Rútuslys á Hellisheiði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Jón Þór svarar ákæru um manndrápstilraun og fleiri brot

Jón Þór svarar ákæru um manndrápstilraun og fleiri brot
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglan uggandi yfir óhugnanlegum tálbeituaðgerðum hóps íslenskra ungmenna – Ganga hrottalega í skrokk á meintum barnaníðingum

Lögreglan uggandi yfir óhugnanlegum tálbeituaðgerðum hóps íslenskra ungmenna – Ganga hrottalega í skrokk á meintum barnaníðingum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Öfgar heyra sögunni til – Erfiðleikar, gleði, sigrar og stundum sorg

Öfgar heyra sögunni til – Erfiðleikar, gleði, sigrar og stundum sorg