Smit hefur greinst hjá aðila sem gerði sér ferð í H&M á Hafnartorgi. Mbl.is greinir frá. Fram kemur að ekki fengust svör við því hvort starfsmaður eða viðskiptavinur hafi greinst með smit.
Alls greindust tvö smit innanlands í gær og var hvorugur aðilinn í sóttkví við greiningu. Ekki kemur fram hvort smit þetta hafi greinst í gær eða fyrr.