Barcelona hefur áhuga á því að losa sig við Antonie Griezmann í sumar og er það til umræðu að hann fari aftur til Atletico Madrid.
Í spænskum fjölmiðlum kemur fram að Barcelona vilji reyna að klófesta Joao Felix frá Atletico og senda Griezman aftur til Atletico.
Franski sóknarmaðurinn gekk í raðir Barcelona frá Atletico Madrid sumarið 2019 fyrir vel yfir 100 milljónir evra. Hann hefur ekki fundið takt sinn.
Girezmann verður til sölu í sumar og sjá forráðamenn Barcelona leik á borði með því að bjóða Atletico hann í skiptum fyrir Felix.
Felix var keyptur til að fylla skarð Griezmann frá Benfica og kostaði einnig vel yfir 100 milljónir evra, hann hefur ekki staðið undir væntingum hjá Atletico.