Óhætt er að fullyrða að aldrei hafi eins margir öflugir íslenskir þjálfarar verið atvinnulausir. Heimir Hallgrímsson fyrrum landsliðsþjálfari Íslands leitar sér nú að nýju starfi.
Heimir lét af störfum sem þjálfari Al-Arabi í vikunni en hann sleit viðræðum við félagið um nýjan samning. Heimir hefur verið orðaður við lið í Sviss og í Bandaríkjunum en möguleiki er á að íslensk félagslið reyni að klófesta Heimi.
Ólafur Kristjánsson missti starf sitt sem þjálfari Esbjerg og gæti verið spennandi kostur fyrir íslensk lið, Rúnar Páll Sigmundsson sagði starfi sínu hjá Stjörnunni lausu og það sama gerði Ólafur Jóhannesson síðasta haust. Báðir hafa mikla reynslu úr efstu deild hér heima og hafa sannað ágæti sitt.
Freyr Alexandersson var aðstoðarþjálfari Heimis hjá Al-Arabi og gæti heillað marga að ráða fyrrum aðstoðarþjálfara landsliðsins til starfa.
Hákarlarnir sem eru á lausu eru hér að neðan.