Markaþáttur um Lengjudeildina hóf göngu sína í vikunni en þar var farið yfir alla aðra umferðina í deildinni. Einn af leikjunum fór fram á Domusnova vellinum í Breiðholti.
Þar tóku Kórdrengir sem eru nýliðar í deildinni á móti Selfossi sem einnig var að koma upp í deildina. Kórdrengir hafa verið á miklu skirði síðustu ár en hafa hikstað í upphafi Lengjudeildarinnar.
Kórdrengir gerðu jafntefli gegn Aftureldingu í fyrstu umferð þar sem þjálfari liðsins, Davið Smári var rekinn upp í stúku. Þá fékk Arnleifur Hjörleifsson að líta rauða spjaldið í tapi gegn Selfossi um liðna helgi.
„Ég gæti trúða því,“ sagði Hrafnkell Freyr Ágústsson sérfræðingur þáttarins um spennustig Kórdrengja og hvort þeir þurfi að stilla það betur
„Þeir verða að stilla spennustigið betur. Verða að þessari vél sem þeir hafa verið síðustu ár, verjast vel og sóknirnar eru skipulagðar og vel útfærðar.“
Kórdrengir hafa vel mannað lið og Hrafnkell telur að þeir fini taktinn. „Þeir verða að slípa sig betur saman.“