Sky Sports sagði frá því í vikunni að enski sóknarmaðurinn Harry Kane hafi tilkynnt Tottenham frá því að hann vilji yfirgefa félagið í sumar. Chelsea, Manchester City og Manchester United hafa öll sett sig í samband við umboðsmann Kane og látið vita af áhuga sínum. Sky segir einnig frá því að Kane vilji helst halda sér á Englandi og þá vill hann að félagsskiptin verði klár fyrir EM sem hefst í júní.
Í fréttum kemur fram að líklegast sé að Kane fari til Manchester, City og United munu berjast um hann. Ensk blöð segja að fjögur félög hafi spurst fyrir um Kane, en um er að ræða United, City og Chelsea. Þá hefur Barcelona einnig lagt fram fyrirspurn.
Manchester City og United hafa bæði mikinn áhuga á Kane og eru bæði sögð klár í að borga honum 300 þúsund pund á viku.
Pep Guardiola stjóri Manchester City var spurður út í það hvort hann hefði áhuga á að kaupa Harry Kane í sumar.
„Næsta spurning, hann er leikmaður Tottenham,“ sagði Guardiola og vildi ekkert ræða málið frekar.
Viðbrögðin má sjá hér að neðan.
🗣| Pep Guardiola's answer when asked if Harry Kane could join #ManCity this summer:
“Next question, he is a Tottenham Hotspur player please."
— City Chief (@City_Chief) May 18, 2021