Xavi hefur hafnað því að taka við bæði Borussia Dortmund og Brasiliu samkvæmt fréttum sem bárust í dag. Xavi ætlar að starfa áfram í Katar.
Xavi hefur stýrt Al-Sadd síðustu ár og ákvað frekar að framlengja samning sinn við félagið til 2023.
Því er talið útilokað að Xavi taki við Barcelona í sumar en hann hefur verið orðaður við sitt gamla félag.
Xavi er að vinna gott starf í Katar en hann er með besta og dýrasta liðið í landinu og hefur raðað inn titlum í starfi.
Xavi átti frábæran feril sem leikmaður hjá Barcelona og bendir margt til þess að hann taki við liðinu á næstu árum.