fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fréttir

Stefán segir vin sinn hafa orðið fyrir fordómum hjá Verði – Spurðir hvor væri konan í samkynhneigðu sambandi

Bjarki Sigurðsson
Miðvikudaginn 19. maí 2021 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefán John Stefánsson, verkefnastjóri Hugarfars, fer ekki fögrum orðum um tryggingafélagið Vörð en vinur Stefáns varð fyrir fordómum vegna kynhneigðar sinnar þegar hann heimsótti tryggingafélagið á dögunum.

„Í gær lenti kunningi minn í því að verða fyrir hrottalegum fordómum gagnvart kynhneigð sinni frá tryggingarfélagi þegar hann var að reyna að versla sér þjónustu. Ég var brjálaður,“ segir Stefán í myndbandi sem hann birti á bæði Facebook og Instagram-síður sínar í gær. Stefán gaf DV góðfúslegt leyfi til að birta myndbandið.

Stefán ásamt Katrínu, unnustu sinni
Skjáskot/Instagram

Tryggingarfélagið sem um ræðir er Vörður og segir Stefán vin sinn hafa verið spurðan af starfsmanni fyrirtækisins „hvor er karlinn og hvor er konan“ þegar vísað var til sambands tveggja karlmanna.

„Ekki nóg með það heldur býður starfsmaðurinn viðkomandi kjól, brúðkaupskjól, til þess að lána öðrum hvorum karlinum sem á að vera konan í samkynhneigða sambandinu. Er ekki í lagi?“ segir Stefán og bætir við að dagurinn sem þetta gerðist, 17. maí, er alþjóðlegur dagur gegn fordómum í garð hinsegin fólks.

Stefán mætti á skrifstofu Varðar til að ræða við starfsfólk tryggingafélagsins enda verulega reiður eftir þessa upplifun vinar síns. Þar ræddi hann við yfirmann.

Stefán tekur fram í myndbandinu að búið hafi verið að senda inn formlega kvörtun vegna starfsmannsins og að hann hafi viljað koma á skrifstofuna til að fá svör. Í myndbandinu heyrist ekki vel hvað starfsmaðurinn sem Stefán ræðir við er að segja. Í lok samtals þeirra heyrist þó í starfsmanninum segja að málið verði skoðað.

„Í kjölfar þessa fundar fékk ég símtal frá framkvæmdastjóra Varðar, hún var gjörsamlega miður sín, mjög einlæg og eiginlega svolítið bara „heartbroken“, enda ekki það sem þetta fyrirtæki stendur fyrir. Samt sem áður er þetta ekki eitthvað sem á að líðast árið 2021. Hvorki hér né nokkurs staðar annars staðar og ég vona að þau taki á þessu máli eins og það á að taka á þessu máli,“ segir Stefán í lok myndbandsins.

Myndbandið má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Segja að norðurkóreskir hermenn falli eins og flugur

Segja að norðurkóreskir hermenn falli eins og flugur
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Fólk að gefast upp á lífrænu flokkunarpokunum – Mölflugur á sveimi og allt á floti í eldhússkápum

Fólk að gefast upp á lífrænu flokkunarpokunum – Mölflugur á sveimi og allt á floti í eldhússkápum
Fréttir
Í gær

Læti í Loðmundarfirði vegna friðlýsingar – „Það eru persónulegar erjur manna á milli“

Læti í Loðmundarfirði vegna friðlýsingar – „Það eru persónulegar erjur manna á milli“
Fréttir
Í gær

Rútuslys á Hellisheiði

Rútuslys á Hellisheiði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Jón Þór svarar ákæru um manndrápstilraun og fleiri brot

Jón Þór svarar ákæru um manndrápstilraun og fleiri brot
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglan uggandi yfir óhugnanlegum tálbeituaðgerðum hóps íslenskra ungmenna – Ganga hrottalega í skrokk á meintum barnaníðingum

Lögreglan uggandi yfir óhugnanlegum tálbeituaðgerðum hóps íslenskra ungmenna – Ganga hrottalega í skrokk á meintum barnaníðingum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Öfgar heyra sögunni til – Erfiðleikar, gleði, sigrar og stundum sorg

Öfgar heyra sögunni til – Erfiðleikar, gleði, sigrar og stundum sorg