fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Óttast að þriðja bylgja heimsfaraldursins í Afríku verði álíka slæm og núverandi bylgja á Indlandi

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 19. maí 2021 22:30

Kórónuveira. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á meðan Indverjar berjast við skelfilegan fjölda kórónuveirusmita óttast heilbrigðisyfirvöld í mörgum Afríkuríkjum að sömu örlög bíði þeirra innan skamms. Ástæðan er meðal annars að lítið berst af bóluefnum til Afríku en búið var að eyrnamerkja álfunni ákveðið magn bóluefna í gegnum COVAX, sem er alþjóðlegt samstarf um að útvega fátæku ríkjunum bóluefni gegn kórónuveirunni. Nú er talið að í lok júní muni COVAX vanta um 190 milljónir skammta upp á það magn sem átti að fást. Ástæðan er faraldurinn á Indlandi en vegna hans senda Indverjar engin bóluefni úr landi eins og er.

Að auki gera indverska afbrigði veirunnar og hið breska ríkjunum erfitt fyrir auk sóttvarnaþreytu meðal almennings. Allt eykur þetta hættuna á nýjum alvarlegum faraldri í Afríku, faraldri af svipaðri stærð og alvarleika og faraldurinn á Indlandi. Þetta segir Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO.

Álíka margir búa í Afríku og á Indlandi og heilbrigðiskerfin í álfunni eru ekki burðug. „Það sem er að gerast á Indlandi getum við ekki hunsað í álfunni okkar,“ segir John Nkengasong, farsóttafræðingur og forstjóri Afrísku smitsjúkdómastofnunarinnar.

Afrískir sérfræðingar segja að það sem er að gerast á Indlandi geti gerst í Afríku ef yfirvöld í álfunni undirbúi sig ekki betur. Nkengason hefur sérstaklega miklar áhyggjur af heilbrigðiskerfi ríkjanna í álfunni. Þar starfa mun færri í heilbrigðiskerfinu en á Indlandi og í Afríku er ekki mikið framleitt af lyfjum og bóluefnum en það er hins vegar gert á Indlandi.

Afríkuríkin komust ótrúlega vel í gegnum fyrstu bylgju heimsfaraldursins á síðasta ári. Sérfræðingar telja að ástæðurnar séu lágur meðalaldur og reynsla Afríkubúa af ýmsum faröldrum. En einnig er talið að skráningum varðandi fjölda smita og dauðsfalla sé ábótavant og því gefi opinberar tölur ekki rétta mynd af faraldrinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts
Pressan
Fyrir 5 dögum

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort
Pressan
Fyrir 6 dögum

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin