Karim Benzema hefur átt frábært tímabil hjá Real Madrid og hefur verið valinn í 26-manna hóp franska landsliðsins fyrir Evrópumótið í sumar. Þetta staðfesti Didier Deschamps þegar hann tilkynnti hópinn.
Eins og þekkt er hefur Benzema ekki spilað með franska landsliðinu í rúm sex ár eða frá því að Benzema kúgaði liðsfélaga sinn, Valbuena, vegna kynlífsmyndbands. Frá því atviki hefur Benzema ekki fengið að spila fyrir landsliðið og hefur Oliver Giroud leyst stöðu hans að mestu.
Hér að neðan má sjá hópinn en hann er afar sterkur eins og búast mátti við frá heimsmeisturunum.
OFFICIAL: France have announced their squad for the 2020 European Championship. 🇫🇷#EURO2020 pic.twitter.com/qUHIeA9eWa
— Squawka News (@SquawkaNews) May 18, 2021