fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fréttir

Heimsþekktir töframenn funda með íslenskum töframönnum

Bjarki Sigurðsson
Þriðjudaginn 18. maí 2021 15:55

Lance Burton Mynd/aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Teller, hinn heimskunni töframaður og annar helmingur töfratvíeykisins Penn&Teller, mun funda med félögum í Hinu íslenska töframannagildi annað kvöld, miðvikudaginn 19. maí, en vegna heimsfaraldursins hafa fundir gildisins verið á Zoom frá því í janúar síðastliðinn.

Teller á að baki rúmlega 40 ára feril sem töframaður og er talinn einn færasti listamaður heims á sínu sviði í dag. Hann býr yfir ótrúlegri tækni, ásamt næmri tilfinningu fyrir framsetningu töfrabragða sinna sem eru í senn leikræn og ljóðræn.

Penn og Teller eiga langan samstarfsferil að baki og vöktu mikil viðbrögð þegar þeir tóku að afhjúpa töfrabrögðin um leið og þeir sýndu þau, þó á þann hátt að í raun afhjúpuðu þeir ekki neitt.

Þeir stýra hinum feikivinsæla sjónvarpsþætti Fool Us, en Teller er maðurinn sem aldrei segir orð, það er, hinn þögli partur tvieykisins.

Teller Mynd/aðsend

Undanfarna mánuði hafa fjölmargir stórlaxar í töfraheiminum mætt til leiks á netfundum HÍT og haldið fyrirlestra og töfrakennslu, margir þeirra heimsmeistarar í töfrabrögðum, eins og Shawn Farquhar og Jay Sankey frá Kanada,  og Bandaríkjamennirnir Kenton Knepper, Howard Hamburg, Max Maven og Gregory Wilson. Í lok maí mætir svo goðsögnin Lance Burton á fund með íslensku töframönnunum, en hann hefur haldið yfir 15.000 töfrasýningar í Las Vegas fyrir yfir fimm milljón manns, en sýningar hans voru haldnar á 31. árs tímabili.

Hið íslenska töframannagildi er fyrir alla sem  hafa áhuga á töfrum og töfrabrögðum, en það stendur meðal annars fyrir námskeiðum og fyrirlestrum í töfrabrögðum fyrir félagsmenn. Nánari upplýsingar á vefsíðu félagsins www.toframenn.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi