fbpx
Þriðjudagur 07.janúar 2025
Kynning

Líkaminn veit hvað hann vill og minn vill kombucha

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Föstudaginn 28. maí 2021 09:00

Matti Ósvald Stefánsson, heildrænn heilsuþjálfari og markþjálfi, finnst kombucha frá Kombucha Iceland hafa góð áhrif á meltinguna og hjálpi honum að halda sér í toppformi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Matti Ósvald Stefánsson er einn fremsti atvinnumarkþjálfi á Íslandi. Hann er einnig heildrænn heilsufræðingur og að sögn eru fögin mjög skyld. „Þegar fólk kemur til mín í markþjálfun er yfirleitt ekki langt í heildræna heilsufræðinginn hjá mér, enda er þetta eins og tvær hliðar á sama peningnum. Við erum alltaf að leita að jafnvægi, hvort sem það er andlegt eða líkamlegt og þetta snýst um að hlusta á sjálfan sig og líkamann,“ segir Matti.  

Matti lærði heildræna heilsufræðinginn í Kaliforníu en um er að ræða fjögurra ára nám. „Til viðbótar tók ég um 170 klukkustundir í skilvirkni samtalsmeðferð sem veitir mér réttindi til að bjóða upp á markþjálfun.“ Matti hefur starfað lengi sem markþjálfi hjá Ljósinu sem er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þess. Markmið Ljóssins er að veita fólki sérhæfða endurhæfingu- og stuðning, þar sem fagfólk aðstoðar við að byggja upp líkamlegt og andlegt þrek, auk þess að fá stuðning við að setja sér markmið sem auka daglega virkni og hafa þannig áhrif á lífsgæði almennt.

Eins konar hugsanafélagi eða spegill

„Fyrir utan vinnu mína í Ljósinu er ég afar þakklátur að geta sagt að ég sé með biðlista og í hverri viku koma til mín um það bil 15-20 skjólstæðingar. Allajafna er fólk að koma til mín í ferli, í þrjú, fimm eða tíu skipti. Aðallega kemur fólk til að gefa sér tíma til að eiga við eitthvað, tækla eitthvað hjá sjálfum sér og fá aðstoð með það. Markþjálfi er eins konar hugsanafélagi eða spegill sem fólk getur rætt við í algerum trúnaði. Stór hluti af því að starfa við markþjálfum er að hjálpa fólki að heyra í sjálfu sér og sortera út hvað skiptir fólkið sjálft máli. Ég spyr spurninga, fer með fólk í gegnum hugsanaferli og hjálpa því að finna út hvað það vill í sínu lífi, hvað ekki, og hvort það vilji gera eitthvað í því.

Við gefum okkur oft ekki tíma eða rými til þess stoppa, setjast niður og eiga samtal við okkur sjálf. Oft á tíðum hefur þetta ástand gengið á lengi hjá fólki, og hvað gerir það okkur? Það er þá sem fólki finnst það vera týnt. Þá þarfnast fólk pláss og rýmis, hlustunar og dómleysis, án þess að verið sé að grípa frammí fyrir því, til þess að finna út úr þessu öllu saman. Þetta blandast allt inn í leitina að jafnvægi eða innri frið eða hvað við viljum kalla það það. Í jafnvægi virkar maður betur sem manneskja og lífið öðlast tilgang ef maður er tengdur sjálfum sér.

Margir koma til mín og talar um að vanta drifkraftinn. Mitt hlutverk er þá að hjálpa fólki að koma auga á tilganginn. Svo talar fólk um að vanta næstu skref en þá spyr ég „Hvert viltu fara?“ Maður tekur ekki skref nema maður viti hvert maður er að fara. Það hjálpar fólki að vita hvað það langar til að gera og upplifa næst. Markþjálfi á aldrei að segja: „mér finnst að þú eigir að…“, við leyfum fólki alltaf að bera fulla ábyrgð á því sem það segist vilja gera. Það skiptir máli fyrir okkur öll að vinna með eftirsóknarverða framtíðarsýn, því án hennar getur verið erfitt að fara fram úr rúminu á morgnana.

Markþjálfun er mjög nýtilegt nám fyrir hvort heldur er atvinnumarkþjálfa í fullu starfi eins og mig en líka ýmsa stjórnendur, kennara og fyrirlesara. Í faginu er að finna mörg afar nýtileg verkfæri sem hjálpar fólki að stuðla að skilvirkni í starfi hjá sér og hjá öðrum.“

Kombucha, heilsusamlegur kostur

Matti segist vera mikill áhugamaður um kombucha enda finnst honum drykkuinn hjálpa sér að halda líkamlegri heilsu og heilbrigðri meltingarflóru. „Kombucha áhugi minn kemur inn í leit mína að því sem auðveldar mér að halda góðri líkamlegri heilsu. Fjölskyldan mín öll er mjög heilsusinnuð og afi minn talaði mikið fyrir heilnæmi drykkjarins. Það var á þeim tíma sem fólk var að brugga þetta heima hjá sér í vaskafötum í þvottahúsinu.

Glóaldin kombucha er í miklu uppáhaldi hjá Matta og segir hann það passa vel með fiskmeti. Mynd/Dani Guindo

Ég fæ mér yfirleitt glas af kombucha fyrir morgunmat eða eftir, stundum bæði. Og svo finnst mér mjög gott að fá mér glas á kvöldin eftir kvöldmat. Kombucha hefur mjög góð áhrif á mig líkamlega. Það slær á nartlöngun sem ég fæ stundum á kvöldin og kemur í veg fyrir að hugurinn leiti í naslið. Einnig slær það á þá litlu sykurlöngun sem ég hef. Þannig hjálpar kombucha mér að halda maganum sléttum,“ segir Matti og brosir. Þá bætir hann við: „Auk þess hafa góðgerlarnir í drykknum frábær áhrif á meltinguna mína og virðast auðvelda alla meltingu hjá mér. Slæm meltingarflóra getur líka valdið því að maður sé að sækja í óhollustu, nart og sykur. Ef líkaminn er ekki orkulega og meltingarlega í lagi þá er erfitt að halda honum í toppstandi.“

Líkaminn er sérfræðingurinn

Þegar Matti var í náminu í Kaliforníu kenndi læknir honum næringarhlutann. „Hann sagði að líkamleg heilsa snerist ekki um hvað maður borðaði, heldur hvað maður meltir. Svo hitti ég krabbameinsfræðing í Ljósinu sem sagði mér að við þurfum að athuga það að meltingarkerfið er fyrir utan líkamann. Það hljómar öfugsnúið en ef maður hugsar aðeins út í það, þá er þetta hárrétt. Meltingarvegurinn er rör í gegnum líkamann og veggir hans eru leiðin fyrir næringu inn í líkamann. Þarna er til dæmis vörn okkar fyrir ónæmiskerfið og það skiptir gríðarlegu máli að þessi leið sé í toppstandi. Ég geri allt sem ég get til að halda meltingunni í toppstandi. Við finnum það strax á líðaninni ef eitthvað er að virka eða ekki virka fyrir okkur. Við þurfum að lesa sjálf í okkar eigin líkama og hlusta á hann, eins og við þurfum að hlusta á okkur sjálf. Það er sífellt verið að auglýsa nýjar töfravörur sem eiga að laga alla kvilla, en þegar upp er staðið þá er líkaminn sérfræðingurinn.“

Krækiberja kombucha frá Kombucha Iceland er fallegt í glasi og passar vel með mat. Mynd/Dani Guindo

Yrði svekkur að komast ekki í Kombucha Iceland

Þegar Ragna og Manuel fóru að framleiða íslenskt kombucha hjá Kombucha Iceland var Matti snöggur að stökkva á kombuchavagninn. „Ég hafði smakkað hinar og þessar tegundir áður en aldrei heillast alveg. Um leið og Kombucha Iceland kom á markaðinn fékk ég æði fyrir því. Bragðtegundirnar frá þeim eru mun fjölbreyttari og bragðbetri en frá öðrum framleiðendum. Ég var til dæmis í veislu fyrir stuttu þar sem boðið var upp á sjávarfang og fólk var að sötra hvítvín með. Ég fékk mér glóaldin kombucha og það smellpassaði með. Það er einhver skemmtilegur fönkí keimur af kombucha sem kemur alveg í staðinn fyrir víndrykkju. Þá er krækiberja kombucha líka alveg gullfallegt í glasi og stendur jafnfætis við rauðvín, svei mér ef það er ekki betra.

Mér finnst mikilvægt að styðja við íslenska framleiðslu og ef hún stendur jafnfætis eða er betri en erlend framleiðsla, eins og í tilfelli Kombucha Iceland, þá er ekki spurning um það hvað maður sækir í. Ég hef það fyrir reglu að styðja þá framleiðslu sem ég vill geta sótt í því ég veit að ég yrði mjög svekktur ef ég kæmist ekki í kombucha frá Kombucha Iceland.“

Nánari upplýsingar á kubalubra.is, facebooksíðunni Kombucha Iceland og Instagram: kombuchaiceland.

Eftirfarandi aðilar í Reykjavík eru meðlimir í Kombucha Iceland-fjölskyldunni Nettó| Veganbúðin| Krónan| Melabúðin| Fjarðarkaup| Heilsuhúsið| Matarbúðin Nándin| Brauð og co. og í Heimkaupum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
06.06.2024

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq
Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
29.03.2024

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
23.01.2024

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr