Slóvenska knattspyrnukonan Kristina Erman hefur gengið til liðs við ÍBV og mun styrkja liðið fyrir komandi átök í Pepsi Max-deild kvenna. Kristina er 27 ára gömul og leikur í stöðu bakvarðar, hún hefur leikið á þriðja tug landsleikja fyrir Slóveníu.
Kristina lék síðast með ASD Calcio Pomigliano í Serie B á Ítalíu.
Þar áður lék Kristina í efstu deild Noregs en hún á einnig leiki í hollensku úrvalsdeildinni, slóvensku úrvalsdeildinni og Meistaradeild Evrópu.