fbpx
Mánudagur 14.apríl 2025
Fréttir

14 milljónir í sektir vegna sóttvarnabrota

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 18. maí 2021 07:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá því í mars á síðasta ári fram til dagsins í dag hafa sektir upp á um 4,4 milljónir verið greiddar vegna sóttvarnabrota. Sektir upp á um 8,5 milljónir eru í vinnslu eða innheimtuferli. Sektir upp á 850.000 krónur hafa verið felldar niður. Samtals hefur lögreglan sektað einstaklinga og fyrirtæki um 13,6 milljónir vegna sóttvarnabrota.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag og vísar í svör frá ríkislögreglustjóra við fyrirspurn blaðsins. Fram kemur að algengasta sektarupphæðin sé 50.000 krónur og sú næstalgengasta 100.000 eða 250.000 krónur. Lægsta sektin var 20.000 krónur og sú hæsta 350.000 krónur.

Flestar sektirnar eru frá síðasta ári eða upp á 9,9 milljónir króna. Af þeim eru sektir upp á 6,5 milljónir í vinnslu eða innheimtuferli.

Frá 1. mars í fyrra til 20. apríl á þessu ári voru 312 brot gegn sóttvarnalögum skráð í málaskrá lögreglu. Af þeim hafa aðeins 90 farið í sektarmeðferð og er þar um að ræða mál 85 einstaklinga og 5 fyrirtækja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Óútreiknanleg hegðun Trumps getur dregið úr trausti á Bandaríkjunum

Óútreiknanleg hegðun Trumps getur dregið úr trausti á Bandaríkjunum
Fréttir
Í gær

Allt fór í uppnám í Breiðholti vegna þriggja metra

Allt fór í uppnám í Breiðholti vegna þriggja metra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýtt eltihrellismál á Reykjanesi – Ung kona sökuð um umsáturseinelti gagnvart lögreglufólki – „KARMA‘S A Bitch STAY SAFE“

Nýtt eltihrellismál á Reykjanesi – Ung kona sökuð um umsáturseinelti gagnvart lögreglufólki – „KARMA‘S A Bitch STAY SAFE“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvær konur um fertugt unnu stóra vinninginn í lottóinu um síðustu helgi – Þetta ætla þær að gera

Tvær konur um fertugt unnu stóra vinninginn í lottóinu um síðustu helgi – Þetta ætla þær að gera
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristrún segir hótanir Trump í garð Grænlands alvarlegar fyrir Ísland

Kristrún segir hótanir Trump í garð Grænlands alvarlegar fyrir Ísland
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dómi yfir Schäfer mæðgunum snúið við – Allt of hörð viðurlög Hundaræktunarfélagsins

Dómi yfir Schäfer mæðgunum snúið við – Allt of hörð viðurlög Hundaræktunarfélagsins