fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Pressan

Bræður fá 75 milljónir dollara í bætur fyrir áratuga fangelsisvist

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 18. maí 2021 22:30

Henry McCollum og Leon Brown.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 1985 voru tveir bandarískir hálfbræður, þeir Henry McCollum og Leon Brown, dæmdir til dauða fyrir að hafa nauðgað og myrt 11 ára stúlku. Dauðadómnum var síðar breytt í lífstíðarfangelsi. Síðar kom í ljós að þeir höfðu ranglega verið sakfelldir. Nú hafa þeim verið dæmdar hæstu bætur sögunnar í máli af þessu tagi.

Washington Post segir að bæturnar, sem þeir fá, séu þær hæstu sem hafa verið greiddar vegna rangrar sakfellingar í Bandaríkjunum. Hvor um sig fær eina milljón dollara fyrir hvert ár sem þeir sátu saklausir í fangelsi og að auki fær hvor um sig 13 milljónir dollara að auki. Samtals eru þetta 75 milljónir dollara.

McCollum var 19 ára þegar hann var handtekinn og Brown var 15 ára. Þeir voru grunaðir um morðið á Sabrina Buie sem fannst myrt á sojabaunaakri í Red Springs í Norður-Karólínu. Bræðurnir voru ólæsir og óskrifandi. Samt sem áður voru þeir yfirheyrðir klukkustundum saman án þess að verjendur fengu að vera þeim til aðstoðar. Að lokum skrifuðu þeir undir játningar sem þeir skildu ekki. Þeir voru síðan dæmdir til dauða en dómunum var síðar breytt í lífstíðarfangelsi.

Árið 2009 uppgötvaði North Carolina Innoncence Inquiry Commission að DNA var á sígarettustubbi sem fannst á morðvettvangi. Erfðaefnið reyndist vera úr þriðja manninum sem hafði verið dæmdur fyrir nauðgun og morð sem átti sér stað aðeins mánuði eftir morðið á Buie. Málið var því tekið til meðferðar á nýjan leik og bræðrunum var sleppt úr fangelsi.

„Ég hef öðlast frelsi,“ var það eina sem McCollum sagði þegar kviðdómur í Raleigh í Norður-Karólínu tilkynnti upphæð bótanna til þeirra bræðra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Lést á voveiflegan hátt skömmu eftir að hafa lent í bílslysi

Lést á voveiflegan hátt skömmu eftir að hafa lent í bílslysi
Pressan
Í gær

Elon Musk tapaði kosningunum sem hann reyndi að kaupa – Eyddi gífurlegum peningum en gerði líklega illt verra

Elon Musk tapaði kosningunum sem hann reyndi að kaupa – Eyddi gífurlegum peningum en gerði líklega illt verra
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gæsun breyttist í martröð fyrir 27 ára tilvonandi brúði

Gæsun breyttist í martröð fyrir 27 ára tilvonandi brúði
Pressan
Fyrir 2 dögum

Yfirmaður bólusetninga í Bandaríkjunum hættir störfum

Yfirmaður bólusetninga í Bandaríkjunum hættir störfum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnaður í Þýskalandi: Dauðaleit stendur yfir að sex ára dreng

Óhugnaður í Þýskalandi: Dauðaleit stendur yfir að sex ára dreng
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nostradamus nútímans með hrollvekjandi spá – Heimsstyrjöld og herkvaðning

Nostradamus nútímans með hrollvekjandi spá – Heimsstyrjöld og herkvaðning
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún var kölluð Lafði Dauði

Hún var kölluð Lafði Dauði