fbpx
Mánudagur 07.apríl 2025
Pressan

Þekktir vísindamenn andmæla WHO – Segja ekki útilokað að kórónuveiran hafi verið búin til af mönnum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 18. maí 2021 06:00

Kórónuveira. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

18 virtir vísindamenn, þar á meðal farsóttafræðingur og örverufræðingur við hina þekktu og virtu háskóla Harvard og Stanford, hvetja til þess að rannsókn verði hrundið af stað um upptök kórónuveirunnar sem herjar nú á heimsbyggðina. Þeir vilja að rannsóknin verði gagnsæ og byggð á gögnum og staðreyndum. Þeir telja ekki útilokað að veiran hafi verið búin til í rannsóknarstofu og fara þar með gegn niðurstöðu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO sem telur „mjög ólíklegt“ að veiran eigi rætur að rekja til rannsóknarstofu í Wuhan.

New York Post skýrir frá þessu. „Kenningar um að veiran hafi fyrir slysni sloppið út af rannsóknarstofu og borist í fólk er ekki útilokuð,“ segja vísindamennirnir í bréfi sem var birt í vísindaritinu Science fyrir helgi. „Vitneskja um hvernig COVID-19 varð til er mikilvæg til að koma í veg fyrir heimsfaraldra í framtíðinni,“ segir einnig í bréfinu sem var skrifað í kjölfar rannsóknar WHO og kínverskra yfirvalda.

Í rannsókn WHO og kínverskra yfirvalda er komist að þeirri niðurstöðu að faraldurinn hafi líklega átt upphaf sitt í að fólk smitaðist af veirunni frá dýri sem hafði smitast af henni frá leðurblöku. Í niðurstöðum rannsóknarinnar segir að „mjög ólíklegt“ sé að veiran hafi verið búin til í tilraunastofu.

Vísindamennirnir 18 segja að ekki sé hægt að útiloka að veiran hafi verið búin til í tilraunastofu því málið hafi ekki verið rannsakað til fulls. Aðeins 4 blaðsíður í 313 síðna skýrslu WHO eru helgaðar umfjöllun um hvort veiran hafi verið búin til af mönnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Enginn treystir Trump

Nýlegt

Pressan
Í gær

Harmleikur í litlu lögregluliði – Fjögur sjálfsvíg á sex vikum

Harmleikur í litlu lögregluliði – Fjögur sjálfsvíg á sex vikum
Pressan
Í gær

Þetta segir gamalt fólk að sé það besta og versta við að eldast

Þetta segir gamalt fólk að sé það besta og versta við að eldast
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þú getur stráð þessu náttúrulega efni í garðinum – Drepur illgresi

Þú getur stráð þessu náttúrulega efni í garðinum – Drepur illgresi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamenn segja að tímaferðalög séu möguleg og að fólk hafi nú þegar farið í tímaferðalög

Vísindamenn segja að tímaferðalög séu möguleg og að fólk hafi nú þegar farið í tímaferðalög