Sky sport segir frá því í kvöld að enski sóknarmaðurinn Harry Kane hafi tilkynnt Tottenham frá því að hann vilji yfirgefa félagið í sumar.
Chelsea, Manchester City og Manchester United hafa öll sett sig í samband við umboðsmann Kane og látið vita af áhuga sínum. Sky segir einnig frá því að Kane vilji helst halda sér á Englandi og þá vill hann að félagsskiptin verði klár fyrir EM sem hefst í júní.
Kane sem hefur verið frábær fyrir Tottenham hefur alltaf verið hreinskilinn með það að hann vilji spila í Meistaradeildinni og berjast um alla bikara sem eru í boði. Tottenham mun að öllum líkindum ekki spila í Meistaradeildinni á næsta tímabili en liðið á möguleika á því að spila í Evrópudeildinni.
Þá tapaði liðið í úrslitaleik Carabao bikarsins gegn Manchester City og trúir Harry Kane ekki á að draumur hans um titla muni rætast hjá Tottenham.
Í frétt Sky segir einnig að Tottenham er strax byrjað að skoða framherja til að fylla skarð kappans.