Svíðþjóð:
IFK Gautaborg tók á móti Sirius í 7. umferð sænsku deildarinnar í dag. Leiknum lauk með 2-2 jafntefli. Kolbeinn Sigþórsson spilaði allan leikinn fyrir Gautaborg sem er mikið gleðiefni en leikmaðurinn hefur verið mikið meiddur. Aron Bjarnason, sem er samningsbundinn Sirius var ekki í hóp í dag.
Varberg tók á móti Norrköping í 7. umferð sænsku deildarinnar í dag. Leiknum lauk með 2-1 sigri Varberg. Ísak Bergmann Jóhannesson spilaði allan leikinn fyrir Norrköping. Jóhannes Kristinn Bjarnason var í nítján manna leikmannahópi liðsins fyrsta sinn.
Mallby tók á móti Hacken í 7. umferð sænsku deildarinnar í dag. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Óskar Sverrisson kom inn á hjá Häcken í fyrri hálfleik. Valgeir Lunddal, sem er samningsbundinn Hacken var ekki í hóp.
Danmörk:
SonderjyskE sigraði Lynbgy, 2-0 í dönsku deildinni í dag. Frederik Schram var í markinu hjá Lyngby en þetta er fyrsti deildarleikur hans á tímabilinu.
Spánn:
Real Oviedo tók á móti Málaga í spænsku B-deildinni í dag. Leiknum lauk með 1-0 sigri Real Oviedo. Diego Jóhannesson sem leikur með Real Oviedo var ónotaður varamaður.
Ítalía:
Nú er í gangi leikur Verona og Bologna í 37. umferð ítölsku deildarinnar. Andri Fannar Baldursson er á bekknum hjá Bologna.