Heimir Hallgrímsson gerði garðinn frægan þegar hann þjálfaði íslenska landsliðið með góðum árangri ásamt Lars Lagerbäck. Þegar hann hætti að þjálfa landsliðið hélt hann til Katar þar sem hann þjálfaði liðið Al Arabi.
Heimir þjálfaði Al Arabi frá árinu 2018 en nú er komið að leiðarlokum. Heimir og stjórn Al Arabi hafa nú komist að samkomulagi um að tannlæknirinn knái haldi ekki áfram sem þjálfari Al Arabi. Fótbolti.net greindi frá þessu.