fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fréttir

Einar sýnir hvernig hægt er að sanna sekt í kynferðisbrotamálum – „Þótt orð standi gegn orði er oft hægt að leiða hið sanna í ljós“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 17. maí 2021 16:30

Einar Gautur Steingrímsson. Mynd: Lausnir lögmannsstofa

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pistlar lögmannsins Einars Gauts Steingrímssonar um sönnun kynferðisbrota hafa vakið mikla athygli. Einar hefur verið gagnrýndur fyrir að staðhæfa að ekki sé hægt að byggja eingöngu á ásökun konu við dóma í kynferðisbrotamálum, sem og að fullyrða að nokkuð sé um falskar kærur í þessum málaflokki. En pistlar hans um þessi viðkvæmu mál hafa einnig vakið lof.

Í þriðja pistli sínum lýsir Einar því hvernig hægt er að sanna sekt í kynferðisbrotamálum með því að styrkja framburð þolanda með vitnisburði náinna aðila um ástand brotaþola fyrir og eftir atburðinn, sem og með vitnisburði heilbrigðisstarfsfólks. Einar rekur dæmi af raunverulegum dómsmálum sem hann þekkir til:

„Dómstólar hafa litið til framburða annarra vitna og/eða skýrslna lækna og sálfræðinga um líðan fórnarlambsins eftir atburðinn þótt þau séu ekki vitni af atburðinum sjálfum. Þótt þessi vitni geti ekki lesið hugsanir fólks til að meta hvort þau segi satt geta þau oft borið um áfallið. Þar sem er reykur þar er eldur. Oft nýtur upplýsinga frá sömu aðilum um ástandið fyrir atburð þannig að áfallið leynir sér ekki. Dæmi eru um að menn séu kærðir einhverjum árum eftir atvik sem engin utanaðkomandi vitni voru að en nauðgun samt talin sönnuð vegna þeirra augljósu áhrifa og breytinga sem sáust á viðkomandi í beinu framhaldi en einnig þegar frá leið. Í svona málum er mikilvægt að réttargæslumaður geri grein fyrir tjóninu. Honum er að vísu bannað að fjalla um sekt og sýknu og á að bara að fjalla um afleiðingar brotsins. Afleiðingarnar eru samt oft aðalsönnunargagnið. Hef ég stundum haft grun um, í málum sem ég hef komið að, að vinna réttargæslumanns hafi í einhverjum tilvikum skilað því sem á vantaði til að fullnægja kröfum dómstóla um sönnun sektar.“

Einar vísar einnig til mála þar sem aðstæður á brotavettvangi voru með þeim hætti að dómarar trúa því ekki að konan hafi haft sjálfviljug kynferðismök:

„Atvik geta verið með þeim hætti að frásögn hins sakaða verði vísað á bug sem fjarstæðukenndri. Hafa fallið dómar þar sem nauðgun hefur átt sér stað á skemmtistöðum og engin skynsemi í að ætla að kynmök hafi farið fram með vilja fórnarlambsins. Sömuleiðis ef setið hefur verið fyrir fórnarlambinu. Í þessum tilfellum eru margar sakfellingar. Sömuleiðis getur framburður kærða verið svo fjarstæðukenndur að enginn trúnaður er á hann lagður.“

Einar bendir einnig á atvik þar sem menn láta sér ekki segjast eftir að hafa verið hafnað og segir frá manni sem fór inn um glugga hjá konu. Hún vaknaði hjá honum daginn eftir án þess að muna hvað hefði gerst og var illa brugðið. Þessi maður var sakfelldur fyrir nauðgun.

Einar segir að fjölmörg dæmi séu um að sakfellt hafi verið út frá framburði þolanda ef framburðurinn fær stuðning í einhverju öðru. Hann segir að helsta vandamálið við rannsókn kynferðisbrota sé tíminn sem rannsóknirnar taka:

„Helsta vandamálið við rannsókn þessara mála er tíminn sem þau taka. Mikilvægt er að mál af þessu tagi séu tekin föstum tökum af lögreglu strax og vitni yfirheyrð meðan allt er þeim í fersku minni. Oft ætti að vera hægt að gefa út ákæru um 1 ½ mánuði eftir kæru nema eitthvað sérstakt komi til s.s. tæknirannsóknir erlendis eða að lykilvitni finnist ekki. Dómsmeðferðir taka einnig of langan tíma en ekkert ætti að vera því til fyrirstöðu að aðalmeðferð færi fram um þremur mánuðum eftir útgáfu ákæru eða örfáum vikum síðar ef því er að skipta. Vitni þarf að yfirheyra með hraði þannig að aðilar hafi sem minnst ráðrúm til að reyna að hafa áhrif á framburði þeirra. Með auknum málshraða má koma í veg fyrir að sönnun fari forgörðum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Haukur afplánar 5 ára dóm og segist ranglega sakaður um tilraun til manndráps – „Af hverju er mér sleppt daginn eftir og ég labba frjáls í eitt ár?“

Haukur afplánar 5 ára dóm og segist ranglega sakaður um tilraun til manndráps – „Af hverju er mér sleppt daginn eftir og ég labba frjáls í eitt ár?“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum
Fréttir
Í gær

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á
Fréttir
Í gær

Rýmingarreitirnir á Austurlandi

Rýmingarreitirnir á Austurlandi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sælukot kærir Heilbrigðiseftirlitið fyrir „hóflausa beitingu valds“ – Létu loka leikskólanum vegna músagangs

Sælukot kærir Heilbrigðiseftirlitið fyrir „hóflausa beitingu valds“ – Létu loka leikskólanum vegna músagangs
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Perri í Grasagarðinum – „Dóttir mín var mjög hrædd“

Perri í Grasagarðinum – „Dóttir mín var mjög hrædd“