Rio Ferdinand fyrrum varnarmaður enska landsliðsins hefur sett sig í fótspor Gareth Southgate og valið hóp enska landsliðsins fyrir Evrópumótið í sumar.
Southgate hefur úr stórum hópi manna að velja en hann mun á næstu vikum velja hópinn sem fer á Evrópumótið.
Venjan er að hópur á stórmóti telji 23 leikmenn en vegna kórónuveirunnar fá þjálfarar nú að taka 26 leikmenn með sér.
Rio Ferdinand myndi taka varnarmennina Ben Godfrey og Michael Keane frá Everton en ekki er öruggt að þeir verði í hópnum.
Ferdinand myndi taka bæði James Maddison og Jack Grealish en talið er ólíklegt að báðir verði í hóp Southgate.
Ferdinand myndi svo taka með sér Mason Greenwood sem spilað hefur vel í liði Manchester United síðustu vikur.
EM hóp Ferdinand má sjá hér að neðan.