fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fréttir

Eurovisionförum hleypt framfyrir röð í bólusetningu – „Ég vona að það hafi verið rétt ákvörðun“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 17. maí 2021 12:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einn meðlimur íslenska Eurovision-hópsins hefur verið greindur með COVID-19 líkt og fram kom í fréttum í gær. Ekki verður greint frá því hvaða meðlimur hópsins smitaðist en fram hefur komið að það er enginn af þeim sex einstaklingum sem eiga að stíga á svið í keppninni á fimmtudaginn.

Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir segir að sérstök undanþága hafi verið veitt til að hleypa hópnum fram fyrir aðra í forgangsröðun bólusetninga.

„Það kom beiðni frá RÚV um það af því að það var nú verið að senda þennan hóp til Hollands þar sem þau myndu væntanlega umgangast mjög marga og tíðnin á COVID er mjög há. Þá kom þessi beiðni og hún var rædd og við höfum verið mjög tregi við það að taka svona hópa fram fyrir en ákváðum eftir umræður að þetta væri kannski sanngjörn krafa þegar við værum að senda þetta fólk út í þetta – að bólusetja þau. Og ég vona að það hafi verið rétt ákvörðun því þau voru þarna útsett og einn virðist hafa smitast svo ég held við getum bara verið ánægð með þá ákvörðun ef það kemur í veg fyrir veikindi hjá þessu fólki.“

Athygli vakti þó að hópurinn fékk Janssen bóluefnið þann 5. maí eða fyrir 12 dögum síðan en almennt tekur það bóluefni 2-3 vikur að ná fullri virkni. Talað hefur verið um að Janssen hafi tæplega 70 prósent virkni eftir tvær vikur. Aðspurður um hvers vegna hópurinn hafi ekki verið bólusettur fyrr segir Þórólfur:

„Öll bóluefni eru þannig að það tekur 2-3 vikur að ná virkni en beiðnin kom ekki fyrr en þetta þannig að…..“

Þórólfur segir að almennt séu ekki veittar slíkar undanþágur, svo sem í tilfellum afreksíþróttamanna eða í tilvikum þar sem íþróttamenn eru á leið í keppnisferðir erlendis.

„Nei við höfum ekki gert það. Við höfum fengið mjög mikið af fyrirspurnum og beiðnum og það hefði verið mjög erfitt að framfylgja því öllu en það var ákveðið að verða við þessu í þessu tilviki.“

Þórólfur segir að skoðanir manna á ágæti þessarar ákvörðunar geti verið mismunandi.

„Ég held að það hafi verið allt í lagi að gera þetta en auðvitað geta menn haft mismunandi skoðanir á því eins og öðru.“

Almennt hafi mjög fáar undanþágur á borð við þessa verið veittar en hins vegar hafi margir verið boðaðir í afgangsbólusetningar á degi hverjum til að koma í veg fyrir að henda þurfi bóluefni. Hugmyndin sé þá að kalla í þá hópa sem næstir ættu að vera samkvæmt bólusetningardagatali.

Þegar hringt er í Heilsugæsluna er tekið fram að ekki sé hægt að veita forgang í bólusetningu. Þegar blaðamaður falaðist eftir því hvort að ástand á borð við astma eða annað gæti réttlætt forgang var svarið nei. Mikið mæðir á heilsugæsluna þessa daga og sem dæmi þurfti blaðamaður að bíða töluverðan tíma eftir að fá samband við móttöku, hann byrjaði sem númer 28 í röðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Haukur afplánar 5 ára dóm og segist ranglega sakaður um tilraun til manndráps – „Af hverju er mér sleppt daginn eftir og ég labba frjáls í eitt ár?“

Haukur afplánar 5 ára dóm og segist ranglega sakaður um tilraun til manndráps – „Af hverju er mér sleppt daginn eftir og ég labba frjáls í eitt ár?“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum
Fréttir
Í gær

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á
Fréttir
Í gær

Rýmingarreitirnir á Austurlandi

Rýmingarreitirnir á Austurlandi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sælukot kærir Heilbrigðiseftirlitið fyrir „hóflausa beitingu valds“ – Létu loka leikskólanum vegna músagangs

Sælukot kærir Heilbrigðiseftirlitið fyrir „hóflausa beitingu valds“ – Létu loka leikskólanum vegna músagangs
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Perri í Grasagarðinum – „Dóttir mín var mjög hrædd“

Perri í Grasagarðinum – „Dóttir mín var mjög hrædd“