Flugvél af gerðinni Boeing 777 lenti með veikan farþega á Keflavíkurflugvelli í morgun. Lögreglan á Suðurnesjum greinir frá málinu í tilkynningu og segir:
„Eitt af mörgum verkefnum lögreglu. Hér má líta flugvél af gerðinni Boeing 777 sem lenti á Keflavíkurflugvelli með veikan farþega nú í morgunsárið. Farþeginn þurfti á læknisaðstoð að halda og var hann fluttur til frekari aðhlynningar. Mikinn viðbúnað þarf í og við svona lendingar. Það er gott að vinna með fagmönnum bæði í heilbrigðiskerfinu og svo öllum þeim fjölmörgu aðilum sem koma að lendingu vélarinnar.“