fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Fréttir

Segja að lokun flugbrautar skapi hættu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 17. maí 2021 09:00

Flugvöllur í Hvassahrauni myndi leysa Reykjavíkurflugvöll af hólmi. Mynd -Fréttablaðið/Vilhelm Gunnarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef flugvél, sem þurfti að lenda í hliðarvindi á Reykjavíkurflugvelli fyrir skömmu, hefði getað notað flugbraut, sem var nýlega lokað, hefði verið hægt að koma í veg fyrir skemmdir á henni. Á umræddri flugbraut er búið að koma fyrir efnishrúgu og hindrunum.

Morgunblaðið skýrir frá þessu. Haft er eftir Matthíasi Sveinbjörnssyni, formanni Flugmálafélags Íslands, að þessar hindranir séu ekki í þágu öryggis því þær útiloki notkun brautarinnar í neyðartilvikum. „Vélin sem þarna átti í hlut lenti á braut sem var í notkun en vegna þess að það var hliðarvindur á þeirri braut lenti hún í vandræðum, skemmdist illa og þurfti að fara í miklar viðgerðir í kjölfarið,“ er haft eftir honum.

Hann sagði að svona hindranir hafi ekki sést á öðrum flugvöllum. Mölin geri það að verkum að erfitt sé að opna flugbrautina ef á þarf að halda. „Okkur finnst þetta svo mikill óþarfi því þetta er ekki í anda flugvirkja og ekki í þágu öryggis,“ sagði hann.

Ingvar Tryggvason, formaður öryggisnefndar Félags íslenskra flugmanna, sagði í samtali við Morgunblaðið að félagið hafi gert alvarlegar athugasemdir við þetta vegna þess að ákvörðunin hafi verið byggð á gölluðum verkfræðiskýrslum. „Það er búið að gera þessa flugbraut ónothæfa fyrir almennan rekstur en það er líka búið að gera hana ónothæfa til að nota í neyðartilfellum,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Sauð upp úr á Strandgötu: Sakfelldur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás á Akureyri

Sauð upp úr á Strandgötu: Sakfelldur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás á Akureyri
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

„Auðveldara fyrir Trump að „vinna“ viðskiptadeilur við Laos eða Madagaskar en við Evrópusambandið eða Kína“

„Auðveldara fyrir Trump að „vinna“ viðskiptadeilur við Laos eða Madagaskar en við Evrópusambandið eða Kína“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Fékk greitt fyrir að gera við glugga en mætti aldrei

Fékk greitt fyrir að gera við glugga en mætti aldrei
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Óvissa bíður íslenskrar fjölskyldu eftir 16 mánuði í Þýskalandi – „Algjörlega búið að snúa þessu á haus“

Óvissa bíður íslenskrar fjölskyldu eftir 16 mánuði í Þýskalandi – „Algjörlega búið að snúa þessu á haus“
Fréttir
Í gær

Trump tilkynnir um tolla á innflutning – „Dagur frelsunar“

Trump tilkynnir um tolla á innflutning – „Dagur frelsunar“
Fréttir
Í gær

Jónas Már úthúðar Sjálfstæðisflokknum og Morgunblaðinu – Alvöru blaðamenn hljóti að íhuga stöðu sína

Jónas Már úthúðar Sjálfstæðisflokknum og Morgunblaðinu – Alvöru blaðamenn hljóti að íhuga stöðu sína
Fréttir
Í gær

Innbrotsþjófar komust undan á flótta eftir átök við húsráðanda

Innbrotsþjófar komust undan á flótta eftir átök við húsráðanda
Fréttir
Í gær

Svartir dagar hjá starfsfólki Kamba – Sjötíu sagt upp og fengu ekki greidd laun um mánaðamótin

Svartir dagar hjá starfsfólki Kamba – Sjötíu sagt upp og fengu ekki greidd laun um mánaðamótin