fbpx
Fimmtudagur 15.ágúst 2024
Pressan

20 íkveikjur í Eskilstuna á nokkrum klukkustundum – Þrír handteknir

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 17. maí 2021 06:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gærkvöldi og nótt var kveikt í á um 20 stöðum í Eskilstuna í Svíþjóð, þar á meðal var reynt að kveikja í lögreglustöð bæjarins. Lögreglan telur að um skipulagðar aðgerðir hafi verið að ræða. Þrír hafa verið handteknir vegna málsins. Þeir eru allir á þrítugsaldri.

Samkvæmt frétt Aftonbladet köstuðu mennirnir bensínsprengjum á lögreglustöðina og víðar. Fyrsta tilkynning um eld barst klukkan 22 og síðan héldu tilkynningar áfram að berast. Roger Erstedt, talsmaður slökkviliðsins, sagði í samtali við Sænska ríkisútvarpið að kveikt hafi verið í fjölda bíla um allan bæ og hjólhýsi.

Lögreglan segir að kveikt hafi verið í á um 20 stöðum, aðallega í bílum. „Okkur grunar að þetta hafi verið skipulagðar og samhæfðar aðgerðir þar sem þetta voru svo margar íkveikjur á skömmum tíma. Þetta getur ekki verið tilviljun,“ sagði Mikael Ehne, varðstjóri hjá lögreglunni, í samtali við Sænska ríkisútvarpið.

Allt tiltækt lögreglulið var kallað út og aðstoð fengin frá öðrum lögregluliðum.

Á meðan á þessu stóð var tilkynnt um mann vopnaðan skammbyssu en lögreglan telur að það hafi verið blekkingaraðgerð til að beina lögreglunni á ranga slóð.

Þremenningarnir voru handteknir í nótt en þeir eru grunaðir um aðild að íkveikjunum. Lögreglan telur að fleiri hafi verið viðriðnir málið og leitar þeirra. Ekki er vitað hvað mönnunum gekk til með þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Nú þurfa frekir ferðamenn að passa sig: Lögregla leggur hald á handklæði og strandstóla

Nú þurfa frekir ferðamenn að passa sig: Lögregla leggur hald á handklæði og strandstóla
Pressan
Í gær

Barnaníðingurinn niðurbrotinn eftir Ólympíuleikanna – Áhorfendur bauluðu og hann brotnaði alveg saman þegar hann sá hvað fjölmiðlar birtu

Barnaníðingurinn niðurbrotinn eftir Ólympíuleikanna – Áhorfendur bauluðu og hann brotnaði alveg saman þegar hann sá hvað fjölmiðlar birtu
Pressan
Í gær

Hryllingur í sænskri verksmiðju – Starfsmenn deyja hver á fætur öðrum og enginn veit hvað veldur

Hryllingur í sænskri verksmiðju – Starfsmenn deyja hver á fætur öðrum og enginn veit hvað veldur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tveir menn dæmdir í fangelsi fyrir færslur á samfélagsmiðlum sem hvöttu til ofbeldisverka

Tveir menn dæmdir í fangelsi fyrir færslur á samfélagsmiðlum sem hvöttu til ofbeldisverka
Pressan
Fyrir 3 dögum

Viðbrögð ónæmiskerfisins við COVID-19 geta skýrt af hverju sumir sleppa við smit

Viðbrögð ónæmiskerfisins við COVID-19 geta skýrt af hverju sumir sleppa við smit
Pressan
Fyrir 3 dögum

JD Vance vill henda 20 milljón innflytjendum úr landi og gefa atkvæðum barnafjölskyldna meira vægi en barnlausra

JD Vance vill henda 20 milljón innflytjendum úr landi og gefa atkvæðum barnafjölskyldna meira vægi en barnlausra
Pressan
Fyrir 3 dögum

Átta krabbameinslæknar meðal hinna látnu í mannskæðu flugslysi í Brasilíu

Átta krabbameinslæknar meðal hinna látnu í mannskæðu flugslysi í Brasilíu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Framboð Trump hakkað – Dularfullur maður sem kallar sig Robert sendir gögn á fjölmiðla og Trump kennir Íran um málið

Framboð Trump hakkað – Dularfullur maður sem kallar sig Robert sendir gögn á fjölmiðla og Trump kennir Íran um málið