Baráttan um Meistaradeildarsætin í Serie A á Ítalíu er enn gríðarlega hörð á milli fjögurra liða þegar aðeins ein umferð er eftir. Það varð ljóst eftir úrslit dagsins.
AC Milan tókst ekki að vinna Cagliari á heimavelli sínum nú í kvöld. Tvö dýrmæt stig farin í súginn þar.
Fyrr í dag vann Napoli 0-2 sigur á Fiorentina í Flórens. Lorenzo Insigne skoraði fyrra mark þeirra á 56. mínútu. Það seinna var sjálfsmark Lorenzo Venuti.
Staðan í Meistaradeildarbaráttunni er nú þannig að fjögur lið eru enn að berjast um síðustu þrjú sætin í keppninni fyrir lokaumferðina. Atalanta er í öðru sæti með 78 stig, Milan og Napoli í þriðja og fjórða með 76 stig og Juventus í því fimmta með 75 stig.
Leikirnir sem liðin í Meistaradeildarbaráttunni eiga í lokaumferðinni
Atalanta-Milan
Bologna-Juventus
Napoli – Verona