Atletico Madrid er komið einu skrefi nær Spánarmeistaratitlinum eftir sigur í dag. Real Madrid hangir enn inni í baráttunni en Barcelona er endanlega úr leik.
Atletico Madrid vann Osasuna 2-1. Naumt var það þó. Osasuna komst yfir á 75. mínútu með marki Ante Budimir. Renan Lodi jafnaði fyrir Atletico á 82. mínútu og Luis Suarez gerði svo sigurmark á 88. mínútu.
Real Madrid vann 0-1 sigur á Athletic Bilbao með marki frá Nacho Fernandez á 68. mínútu.
Barcelona er endanlega úr leik í toppbaráttunni. Þeir töpuðu 1-2 gegn Celta Vigo. Lionel Messi kom þeim yfir á 28. mínútu. Santi Mina svaraði þó með tveimur mörkum fyrir Celta.
Atletico er með 2 stig forskot á Real Madrid fyrir lokaumferðina. Þetta eru liðin tvö sem eiga möguleika á titlinum. Í lokaumferðinni mætir Atletico liði Valladolid. Real Madrid mætir Villarreal.