Íslendingar voru í eldlínunni með liðum sínum á Skandinavíu og í Póllandi í dag. Hér má lesa yfirferð yfir það helsta:
Jón Dagur Þorsteinsson var í byrjunarliði og skoraði fyrir AGF í 3-1 sigri á Nordsjælland í meistara-hluta (e. Championship group) dönsku úrvalsdeildarinnar í dag. Mark hans kom AGF yfir í 2-1. Með sigrinum tryggði liði sér sæti í umspili um þátttökurétt í UEFA Conference League.
Alfons Sampsted spilaði fyri Bodo/Glimt og Hólmar Örn Eyjólfsson fyrir Rosenborg er liðin gerðu 2-2 jafntefli í efstu deildinni í Noregi. Báðir léku þeir allan leikinn. Bodo/Glimt er með 7 stig eftir þrjá leiki. Rosenborg hefur 5 stig.
Viðar Ari Jónsson byrjaði inni á og spilaði 65 mínútur í 0-3 tapi Sandefjord gegn Mjöndalen í sömu deild. Þetta var fyrsti leikur liðsins í deildinni í ár.
Í sömu deild kom Valdimar Þór Ingimundarson inn á sem varamaður seint í 3-1 sigri Stromsgodset gegn Lilleström. Ari Leifsson er einnig á mála hjá Stromsgodset en hann kom ekki við sögu í dag. Þetta var fyrsti leikur liðsins í deildinni.
Aron Jóhannsson var í byrjunarliði og spilaði svo gott sem allan leikinn fyrir Lech Poznan í 1-1 jafntefli gegn Gornik í pólsku úrvalsdeildinni. Leikurinn var liður í lokaumferð deildarinnar og endar Lech í ellefta sæti.
Jón Guðni Fjóluson lék allan leikinn með Hammarby í 2-2 jafntefli gegn Djurgarden í sænsku úrvalsdeildinni. Hammarby er í þriðja sæti deildarinnar, með 11 stig eftir sjö leiki.