Diogo Jota mun ekki ekki spila meira með Liverpool á tímabilinu vegna meiðsla. Þá er óvíst hvort að hann nái Evrópumótinu með Portúgal í sumar.
Jurgen Klopp staðfesti tíðindin í viðtali við Sky Sports fyrir leik gegn WBA sem nú stendur yfir. Hann sagði meiðslin ekki mjög alvarleg en nógu alvarleg til þess að hann geti ekki verið meira með á tímabilinu. Liverpool á eftir að leika við Burnley og Crystal Palace, fyrir utan leikinn í dag auðvitað.
Portúgalska landsliðið mætir því ungverska í fyrsta leik sínum á EM þann 15. júní. Það á væntanlega eftir að koma í ljós á næstunni hver staðan á Jota verður fyrir lokakeppnina.
Þess má geta að sem stendur er hálfleikur í leik WBA og Liverpool á The Hawthorns. Staðan er 1-1.