Íslenskir leikmenn hafa verið á ferðinni með sínum liðum í Danmörku, Hollandi, Rússlandi og Þýskalandi það sem af er degi.
Albert Guðmundsson var í byrjunarliði AZ Alkmaar sem vann 5-0 sigur gegn Heracles í hollensku úrvalsdeildinni. Hann spilaði rúman klukkutíma. Þetta var lokaleikur deildarinnar. AZ náði Evrópudeildarsæti.
Alexandra Jóhannsdóttir kom inn á sem varamaður fyrir Frankfut í 2-1 tapi gegn Potsdam í þýsku Bundesligunni. Frankfurt er í sjötta sæti deildarinnar með 30 stig þegar tveir leikir eru eftir.
Mikael Neville Anderson kom inn á fyrir Midtjylland í blálokin í 1-1 jafntefli gegn Randers í efri hluta dönsku úrvalsdeildarinnar í dag. Lið hans er á toppi deildarinnar með 1 stigs forskot á Bröndby þegar tvær umferðir eru óleiknar.
Arnór Sigurðsson kom inn á á 62. mínútu en fór aftur út áf í lok leiks vegna meiðsla í 3-2 tapi CSKA Moskvu gegn Dinamo í rússnessku úrvalsdeildinni. Leikurinn var liður í lokaumferðinni og missir CSKA af Evrópusæti.